bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Internet tenging
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=11065
Page 1 of 2

Author:  gunnar [ Thu 14. Jul 2005 00:42 ]
Post subject:  Internet tenging

Jæja kæru félagar, núna er ég í smá krísu, ég er að borga einhvern 10 þúsund kall á mánuði fyrir 2 mb loftlínu tengingu hjá linu.net, mér finnst þetta alltof hátt verð (hef ekki nennt að skipta um veitu en jæja ) og ég er bara með 1 gb utanlandsniðurhal á mánuði, sem er nátturulega brandari.

Hvaða fyrirtæki mynduði mæla með handa mér á ágætis verði.

Skilyrðin eru nú frekar einföld,

- Ódýrara verð

- Hraðari tenging

- Meira niðurhal

Skiptir líka miklu máli að tengingin sé stöðug, það er það eina sem ég sé í loftlínunni hjá mér. Unix server hjá mér búinn að vera uppi í 500 daga án þess að detta út af netinu. Vill helst halda því áfram


Með von um góð svör, 8)

Author:  Elnino [ Thu 14. Jul 2005 00:46 ]
Post subject: 

ADSL 6000 er stálið.. er að borga einhvern 4500 á mánuði. Samt er eg reyndar ekki með nema 250 mb utanlandsdownload en eg bý útá landi þannig að það er mun dýrara fyrir mig að hafa internetið þú færð þetta svipað í rvk með örugglega 2 gig í utanlandsdownload.

Þú þarft að hafa góða símalínu til að ná að nýta allann hraðann...

Author:  gunnar [ Thu 14. Jul 2005 00:48 ]
Post subject: 

Mér finnst 2 gb í utanlandsniðurhal eiginlega bara fáránlega lítið...

Author:  Elnino [ Thu 14. Jul 2005 00:51 ]
Post subject: 

eg sagði bara svona... þú hlytur að geta fengið miklu meira :wink:

Author:  Djofullinn [ Thu 14. Jul 2005 01:06 ]
Post subject: 

Hive

Dettur jú einstakasinnum út en þó mun sjaldnar en hjá móður minni sem er með tengingu frá Voddafokk

Um að gera líka að styðja samkeppni ;)

Author:  Valdi- [ Thu 14. Jul 2005 05:56 ]
Post subject: 

Ég held að aðal strattið sé ADSL6000 hjá símanum með ótakmörkuðu downloadi, það tekur reyndar alveg uppí mánuð að fá þessu tengingu. Þú getur sótt um næstu símaverslun eða á netinu, þeas. ef ég man rétt :)

Síminn finnst mér allavega vera eina vitið eins og er.

Author:  Einsii [ Thu 14. Jul 2005 08:14 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Mér finnst 2 gb í utanlandsniðurhal eiginlega bara fáránlega lítið...
bæði hjá símanum og vodafone eru 2 gíg áskrift að ótakmörkuðu downloadi.. borgar bara fyrir fyrstu 2 gíg að hámarki.

Author:  hjortur [ Thu 14. Jul 2005 08:46 ]
Post subject: 

Elnino wrote:
ADSL 6000 er stálið.. er að borga einhvern 4500 á mánuði. Samt er eg reyndar ekki með nema 250 mb utanlandsdownload en eg bý útá landi þannig að það er mun dýrara fyrir mig að hafa internetið þú færð þetta svipað í rvk með örugglega 2 gig í utanlandsdownload.

Þú þarft að hafa góða símalínu til að ná að nýta allann hraðann...


Ehem, síðan hvenær borgar þú langlínusamtöl fyrir adsl ?

Þetta skiptist náttúrulega í tvennt.

Gjald til símans fyrir adsl línu.
1mbps 2.500
2mbps 3.500
6mbps 4.500

Síðan borgar þú internetþjónustunni þinni fyrir gagnamagn.

[Plögg]
Snerpa.is er t.d. með frítt utanlands á 4000 kall. Þá borgarðu bara 4000 kall og færð engin aukagjöld sama hvað þú dlar miklu.

Plus það að kerfisstjórinn þar er algjört æði :wink:
[/plögg]

Author:  gunnar [ Thu 14. Jul 2005 10:11 ]
Post subject: 

Já þið segið nokkuð

Djöfull finnst mér þetta samt heiftarlega lélegt hjá Hive að vera auglýsa ókeypis utananlandsniðurhal sem takmarkast svo við 40 gb.... Og svo þetta með að þeir séu að gera auglýsingar varðandi það að þeir hafi verið að losa hinn og þennan undan samning og það gangi ekki að vera fastur hjá einhverri internetveitu, svo eru þeir í sama pakkanum, 12 mánaðar áskrift...

grr :x

Author:  grettir [ Thu 14. Jul 2005 13:14 ]
Post subject: 

Ég er hjá OgVodafone, var áður hjá Margmiðlun en eins og flestir vita voru þeir keyptir.

Ég er með 6Mb hraða, "endalaust" erlent download og borga 4990.

Þegar internetið hefur dottið út, þá hefur það verið routerinn hjá mér sem hefur krassað. Maður drepur þá bara á honum og kveikir aftur eftir ca. 10-15 sekúndur og málið er dautt. Ég hef aldrei skilið þessa "internetið er alltaf að detta út hjá mér" - ekki verð ég var við það. Það er kannski einhver mikilvægur sem býr í götunni hjá mér sem tryggir góða þjónustu :D

Þetta "endalausa" erlenda download er einhverjum skilyrðum háð eins og hjá Hive og öllum held ég. Fékk einu sinni ábendingu um að skv. skilmálum áskyldu þeir sér rétt til að takmarka taumlaust download til að tryggja öllum notendum jafna þjónustu, en það var nú frekar svona vinsamleg ábending frekar en einhver hótun. Býst við að þeir noti þetta ákvæði bara í neyð - eins og ef sæstrengurinn fer niður og þeir þurfa að taka upp dýrt varasamband.

Summary:
Ekkert nema gott um OgVodafone að segja frá mínum bæjardyrum séð.

Author:  gstuning [ Thu 14. Jul 2005 14:06 ]
Post subject: 

Ég er með símann og vinnan borgar internetið mitt :)

er að fara fá mér Sjónvarp yfir ADSL
og svo í haust ADSL2+ og þá er ég góður og þá er eins gott að download verði ódýrt


Annars í vinnunni er ég með 10MB dedicated ljósleiðara samband,
1200kb á sek þegar gott er :)

Author:  finnbogi [ Fri 15. Jul 2005 19:55 ]
Post subject: 

ég er með hive það er málið sérstaklega þetta er með engu DL limiti og 12mb tenging á 6k á mánuði =ég er sáttur 8)

Author:  Einsii [ Fri 15. Jul 2005 21:22 ]
Post subject: 

finnbogi wrote:
ég er með hive það er málið sérstaklega þetta er með engu DL limiti og 12mb tenging á 6k á mánuði =ég er sáttur 8)

Það er samt þak.. 40 gíg or some, sem er bara fyrir nutcase að fara yfir!!

Author:  Vargur [ Sat 16. Jul 2005 20:17 ]
Post subject: 

grettir wrote:
Ég er hjá OgVodafone, var áður hjá Margmiðlun en eins og flestir vita voru þeir keyptir.

Ég er með 6Mb hraða, "endalaust" erlent download og borga 4990.

Þegar internetið hefur dottið út, þá hefur það verið routerinn hjá mér sem hefur krassað. Maður drepur þá bara á honum og kveikir aftur eftir ca. 10-15 sekúndur og málið er dautt. Ég hef aldrei skilið þessa "internetið er alltaf að detta út hjá mér" - ekki verð ég var við það. Það er kannski einhver mikilvægur sem býr í götunni hjá mér sem tryggir góða þjónustu :D

Þetta "endalausa" erlenda download er einhverjum skilyrðum háð eins og hjá Hive og öllum held ég. Fékk einu sinni ábendingu um að skv. skilmálum áskyldu þeir sér rétt til að takmarka taumlaust download til að tryggja öllum notendum jafna þjónustu, en það var nú frekar svona vinsamleg ábending frekar en einhver hótun. Býst við að þeir noti þetta ákvæði bara í neyð - eins og ef sæstrengurinn fer niður og þeir þurfa að taka upp dýrt varasamband.

Summary:
Ekkert nema gott um OgVodafone að segja frá mínum bæjardyrum séð.


Ég er með akkurat sama, ekkert veseen.
...nema nú er ég að flytja og það getur tekið 7 daga að færa síman ???
Come on !

Author:  Svezel [ Sat 16. Jul 2005 20:30 ]
Post subject: 

Einsii wrote:
finnbogi wrote:
ég er með hive það er málið sérstaklega þetta er með engu DL limiti og 12mb tenging á 6k á mánuði =ég er sáttur 8)

Það er samt þak.. 40 gíg or some, sem er bara fyrir nutcase að fara yfir!!


eeee NEI!

á haustin er ég að fara í 60+Gb/mán bara á adsl 2000!

ótakmarkað á bara að vera ótakmarkað, ekkert helvítis þak. þak != ótakmarkað

menn yrðu nú ekki sáttir ef þeir færu t.d. á hlaðborð þar sem maður mætti borða eins og maður vildi en svo eftir 2 ferðir væri sagt: "nei sko það eru bara 2 ferðir max"

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/