bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Flottur Ástrali
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=10983
Page 1 of 1

Author:  Jonni s [ Sun 03. Jul 2005 19:58 ]
Post subject:  Flottur Ástrali

Ég væri alveg til í einn svona þó þetta sé ekki Bmw. Þessi græja heitir Holden og er framleiddur í Ástralíu ásamt öðrum modelum, þessi bíll er með 6 lítra 8 cyl vél sem framleiðir einhver 310kw.

Image

Author:  Eggert [ Sun 03. Jul 2005 20:10 ]
Post subject: 

Held að Holden bílar séu í grunninn Ford.

Author:  Jonni s [ Sun 03. Jul 2005 20:23 ]
Post subject: 

Já ég komst að því eftir nánari eftirgrenslan að Ford á eitthvað í þessu. En flottur er hann samt sem áður og ekkert líkur neinum Ford sem ég hef séð.

Author:  Eggert [ Sun 03. Jul 2005 21:10 ]
Post subject: 

Mér finnst nú afturendinn hafa soldinn svip af 2000-2004 GT Mustang. :wink:

Author:  Einsii [ Sun 03. Jul 2005 21:21 ]
Post subject: 

þessi bíll er alveg einsog opel calibra

Author:  Þórir [ Sun 03. Jul 2005 21:34 ]
Post subject: 

Einsii wrote:
þessi bíll er alveg einsog opel calibra


Jepp, enda minnir mig að Holden sé í eigu GM, rétt eins og Opel. Ford á svo eitthvern annan framleiðanda í Ástralíu.

Author:  Kalli [ Sun 03. Jul 2005 22:41 ]
Post subject: 

Opel - Evrópa
Vauxhall - Bretlandseyjar
Holden - Ástralía

Sami bíllinn

Author:  Einsii [ Sun 03. Jul 2005 23:05 ]
Post subject: 

Kalli wrote:
Opel - Evrópa
Vauxhall - Bretlandseyjar
Holden - Ástralía

Sami bíllinn

ætli þetta sé ekki óþarflega mikill kostnaður.
tildæmis auglysingar og allt.

Author:  íbbi_ [ Mon 04. Jul 2005 00:01 ]
Post subject: 

sko, Holden er GM fyrirtæki ekki ford
þessi 6.0l v8 vél er líklegast ls2 vélin sem er líka í corvettu,
ef þið skoðið bílin vel sjáið þið að þetta er ekki ólíkt GTO,
en GTO er amerísk framleiðsla á áströlskum Holden, þetta er 4dyra týpan minnir mig

jú vouxhall og opel eru alveg eins en holden er með marga eigin bíla, marga hverja mjög spennandi

Author:  Twincam [ Mon 04. Jul 2005 02:50 ]
Post subject: 

Holden Commodore Ute er t.d. MJÖG töff.. 8)

Image

Author:  ArnarK [ Mon 04. Jul 2005 18:09 ]
Post subject: 

Lítur út eins og Suzuki Liana

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/