bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nokkra snúnar spurningar varðandi tolla og gjöld við innfl.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=10956
Page 1 of 1

Author:  Giz [ Thu 30. Jun 2005 15:17 ]
Post subject:  Nokkra snúnar spurningar varðandi tolla og gjöld við innfl.



Þar sem menn hér hafa nú orðið allnokkra reynslu af influtningi á bílum kemur hér smá spurning þess efnis:

Hér ætla ég að setja upp dæmi:

-Bíll y er keyptur af vinnuveitanda x á ca 2000 dollara.
-Bíllinn er ´99 árg. af Toyota 4Runner, afríkutýpa, 3.0 dísel
-x er að vinna í UN landi og því er bíllinn keyptur af alþjóðlegri stofnun á ofangreindu verði
-Bíll y er fluttur til Ísland í þeim tilgangi að flytja x og hans spúsu um landið og miðin þegar þau eru þar í opinberum heimsóknarerindum.
-Búast má við að gangvirði bílsins sé mun meira á Íslandi en ofangreind kaupupphæð, ca. 2000 dollarar.

Því spyr ég, mun tollurinn vera með vesen og tolla bílinn eftir einhverjum íslenskum stupid stöðlum eða mun bíllinn verða tollaður samkvæmt kaupverði, þ.e. ca. 2000 dollarar + 45%??

Áður en ég fer í einhverja rannsókn á máli þessu væri gaman að vita hvort einhverjir hér hefðu á þessu vit og skoðun.

Með fyrirfram þökk

Hr. x

G

Author:  drolezi [ Thu 30. Jun 2005 18:04 ]
Post subject: 

Ef þú ert með kaupsamninginn í lagi þá mun tollurinn líklegast ekki fara að gera veður útaf lágu verði.

Þú munt þurfa að sýna fram á kostnað við flutning á bílnum, annars verður hann settur sem ca 25.000 kr.

Upphæðin sem þú þarft að borga í tollinum er:

Tollur: ($2000 + flutningskostnaður ) * 0.45 = ca $900
Skattur: ($2000 + $900 + vörugjald ) * 0.245 = ca $720

Ég myndi því reikna með að þurfa að borga eitthvað um $1700 í tollinum.

Þegar keyptir eru bílar með >2000cc vélar, þá er oftast nær hægt að reikna með 100% verðaukningu við innflutning.

Eina sem tollurinn vill sjá eru reikningar fyrir kaupum á bíl og flutningi sem og erlend skráningarskírteini sem sýna fram á vélarstærð. Einnig þarf bíllinn að vera forskráður á Íslandi.

Author:  drolezi [ Thu 30. Jun 2005 18:05 ]
Post subject: 

Ef þú hefur einhverjar spurningar getur þú hringt í tollinn í Reykjavík og beðið um Tryggva.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/