Hæ
Þar sem menn hér hafa nú orðið allnokkra reynslu af influtningi á bílum kemur hér smá spurning þess efnis:
Hér ætla ég að setja upp dæmi:
-Bíll y er keyptur af vinnuveitanda x á ca 2000 dollara.
-Bíllinn er ´99 árg. af Toyota 4Runner, afríkutýpa, 3.0 dísel
-x er að vinna í UN landi og því er bíllinn keyptur af alþjóðlegri stofnun á ofangreindu verði
-Bíll y er fluttur til Ísland í þeim tilgangi að flytja x og hans spúsu um landið og miðin þegar þau eru þar í opinberum heimsóknarerindum.
-Búast má við að gangvirði bílsins sé mun meira á Íslandi en ofangreind kaupupphæð, ca. 2000 dollarar.
Því spyr ég, mun tollurinn vera með vesen og tolla bílinn eftir einhverjum íslenskum stupid stöðlum eða mun bíllinn verða tollaður samkvæmt kaupverði, þ.e. ca. 2000 dollarar + 45%??
Áður en ég fer í einhverja rannsókn á máli þessu væri gaman að vita hvort einhverjir hér hefðu á þessu vit og skoðun.
Með fyrirfram þökk
Hr. x
G
_________________ e39 M5 Carbon Schwartz Audi A3 "Sportback" 1.6 TDi Miljöpowah! e9 CSA 1973
|