bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
S80 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=10617 |
Page 1 of 1 |
Author: | Fjarki [ Tue 24. May 2005 00:30 ] |
Post subject: | S80 |
Sæl öll saman, langar svoldið að fá mér Volvo. S80. Hvernig hafa þessir bílar verið að standa sig, rúllar þetta ekki bara og rúllar?? Þekkja menn það eitthvað?? Hafa menn verið að heyra einhverjar tröllasögur eða er þetta bara allt ljúft, bara gaman eða. Væri gaman að heyra af einhevrjum sem hefur reynlsu ef þekkir einhvern. Takk fyrir |
Author: | íbbi_ [ Tue 24. May 2005 01:51 ] |
Post subject: | |
hef bara setið í S80 lögreglubílum, fannst veghljóð ekki ásættanlegt, en þetta eru hörkubílar |
Author: | IvanAnders [ Tue 24. May 2005 07:51 ] |
Post subject: | |
Sama hér, hef bara setið í S80 löggubílum, og bara einu sinni á ferð og man ekkert eftir neinu veghljóði (eða nokkru öðru úr þeim bíltúr ef að útí það er farið ![]() ![]() |
Author: | Leikmaður [ Tue 24. May 2005 10:00 ] |
Post subject: | |
...ég þekki þessa bíla ekkert varðandi viðhald, rekstur eða slíkt! EN, ég var með svona bíl í láni yfir helgi (var að keyra í brúðkaupi) S80 2.0t og hann koma mér alveg hressilega á óvart, fannst alveg þrusugaman að keyran og aflið alveg nóg þrátt fyrir þungan pramma. Persónulega finnst mér hann ekkert það fallegasta sem til er og tæki ég S60 hvaða dag sem er fram yfir S80, hvað útlitið varðar. |
Author: | Eggert [ Tue 24. May 2005 10:24 ] |
Post subject: | |
Leikmaður wrote: ...ég þekki þessa bíla ekkert varðandi viðhald, rekstur eða slíkt!
EN, ég var með svona bíl í láni yfir helgi (var að keyra í brúðkaupi) S80 2.0t og hann koma mér alveg hressilega á óvart, fannst alveg þrusugaman að keyran og aflið alveg nóg þrátt fyrir þungan pramma. Persónulega finnst mér hann ekkert það fallegasta sem til er og tæki ég S60 hvaða dag sem er fram yfir S80, hvað útlitið varðar. Sammála því. En afturámóti tæki ég E39 fimmu hvaða dag sem er yfir þessa bíla... |
Author: | Fjarki [ Wed 25. May 2005 21:57 ] |
Post subject: | |
Já veit að margir margir myndu taka bimma í staðinn, en það er ekki hugmyndin. Væri alveg til í S60 en þeir eru í aðeins hærri verðflokki en ég ætla að setja í þetta. Hljóta einhverjir að þekkja til þessara bíla, þessi sem ég er að skoða er 2,4. Og það er sko bara þægilegt að keyra þetta. |
Author: | íbbi_ [ Thu 26. May 2005 04:33 ] |
Post subject: | |
fyrir mér allavega held ég að maður sé alltaf að spila nokkuð safe þegar maður spáir í Volvo.. ef maður lýtur þannig á það. og svo finnst mér reyndar bara Volvo hörku bílar, eitt af þeim merkjum sem ég vill aka um á |
Author: | Logi [ Thu 26. May 2005 11:16 ] |
Post subject: | |
Volvo eru hörku bílar. Ef ég væri að far'að fá mér Volvo þá yrði V70 D5 fyrir valinu... Mér finnst reyndar S60 vera flottari, en hann er ekki alveg nógu stór að mínu mati. S80 er í perfect stærð, en ekki nógu flottur ![]() |
Author: | Tommi Camaro [ Thu 26. May 2005 17:37 ] |
Post subject: | |
myndi aldrei vilja volvo bara út af því að brimborg er með umboðið og þeim skortir allt sem heitir góð verð og góð þjónusta |
Author: | bebecar [ Thu 26. May 2005 17:42 ] |
Post subject: | |
Tommi Camaro wrote: myndi aldrei vilja volvo bara út af því að brimborg er með umboðið og þeim skortir allt sem heitir góð verð og góð þjónusta
Mín kynni af Brimborg eru einmitt gagnstæð - bæði gott verð og góð þjónusta! |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |