bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
nettenging https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=10585 |
Page 1 of 1 |
Author: | ta [ Sat 21. May 2005 00:48 ] |
Post subject: | nettenging |
ég er með modemtengingu heima. ég er á leiðinni að fá mér meira. hafiði ráðleggingar fyrir mig. btnet sýnist mér er með besta verðið. er einhver með reynslu frá þeim. þráðlaust, unlimited, 4mb, á 3900. |
Author: | Djofullinn [ Sat 21. May 2005 01:36 ] |
Post subject: | |
Ég mæli með Hive Max. Búinn að vera með Hive síðan þeir byrjuðu og jújú það laggaði að sjálfsögðu til að byrja með. Svipað og þegar ADSL kom fyrst hjá Símanum. Eða þegar Íslandssíminn byrjaði. En í dag er það orðið mjög gott. En til þess að fullnýta þennan hraða þurfa símalínurnar heima hjá þér að vera í lagi. Verð til almennings á Hive Max er 5990 kr. 12 mb. Ótakmarkað dl. |
Author: | moog [ Sat 21. May 2005 02:31 ] |
Post subject: | |
Ég mæli með að þú kynnir þér þetta mjög vel. Hive eru með 12 mánaða skuldbindingu sem þýðir að ef þú hættir við þarft þú að greiða upp tímabilið sem þú skuldbindur þig (sem gerir auglýsingar þeirra nokkuð skondnar), sömuleiðis Síminn. OgVodafone eru með Og1 sem kemur sér vel fyrir þá sem eru með heimasíma og gsm í áskrift og adsl hjá þeim (semsagt allan pakkann) og þar eru 2 adsl tengingur í boði (4Mbit og 1Gb og 6Mbit og ótakmarkað niðurhal) á 3.990 og 4.990 og það er ekki háð neinni skuldbindingu. Þekki ekki nógu vel með BT-net (það er samt undir First Mile sem er einnig að þjónusta Hive). Gallinn við First Mile er að þeir eru einungis með Cantat strenginn meðan Landsíminn og OgVodafone eru með bæði Cantat og FarIce sem tryggir betra utanlandssamband. Ég hef verið hjá OgVodafone alla tíð frá því ég fékk mér adsl og ég mæli hiklaust með þeim. Þetta er svona gróft mat en ég er náttúrulega hlutdrægari OgVodafone miðað við mína reynslu við þá. |
Author: | Gunni [ Sat 21. May 2005 02:51 ] |
Post subject: | |
Ég er með ADSL hjá Vodafone. Mér líkar mjög vel við tenginguna og einnig við þjónustuna. Ef eitthvað kemur uppá þá tekur MJÖG stuttan tíma að bæta úr því. Ég hef einmitt verið að pæla mikið í þessum Hive auglýsingum þar sem þeir eru að tala um að vera laus. Ég hef einmitt rekið augun í auglýsingar frá þeim þar sem þeir krefjast einnig 12 mán skuldbindingar eins og allir hinir. |
Author: | pallorri [ Sat 21. May 2005 05:37 ] |
Post subject: | |
Já sælir. Ég er búinn að vera með aDSL hjá OgVodafone (áður Íslandssíma) í rúmlega þrjú ár og tengingin hefur ávallt verið stabíl en svo byrjaði tengingin allt í einu að hökta og það var þónokkuð mikið packetloss á tímabili, en það lagaðist með tímanum. Ég bý að vísu fyrir utan þjónustusvæði OgVodafone og þessvegna er ég með leigulínu frá landssímanum þannig að ég get ekki fengið Og1 þótt svo að ég sé bæði með heimasíma og GSM hjá þeim. Það finnst mér mjög súrt afþví að ég browsa frekar mikið utanlands og það telst hratt upp. Annars er ég alveg svona semi sáttur með þjónustuna hjá þeim. Skárri þjónusta en Síminn held ég persónulega, þótt ég sé alls ekki að setja út á Símann að neinu leyti. Það er ekki ennþá búið að leggja Hive þar sem ég á heima og það hindrar mig í því að skipta. Álftanesið er samt paradís fyrir því ![]() Kveðja, trapt |
Author: | Jón Ragnar [ Sat 21. May 2005 09:13 ] |
Post subject: | |
ogvodafone rokkar finnst mér ![]() |
Author: | Kristjan [ Sat 21. May 2005 14:50 ] |
Post subject: | |
Fuck ADSL, nú er tími til kominn að fólk fari að skoða SDSL og HDSL jafnvel ef menn eru með ennþá meiri kröfur. |
Author: | Einsii [ Sat 21. May 2005 15:17 ] |
Post subject: | |
Það var nú skipt út hdsl línu fyrir adsl í vinnuni um daginn, hdslið var alltaf með vesen! en svo held ég að það skipti rosaleega litlu máli hvert maður fer í sona adsl þjónustu.. allt eins. En svo er aftur annað mál að dl er ekki unlimited hjá þeim.. það er þak bara mikklu mikklu hærra en áður og þá fara þeir að rukka á mb. |
Author: | Svezel [ Sat 21. May 2005 16:28 ] |
Post subject: | |
Gallinn við Og1 er að þetta ótakmarkaða niðurhal hjá þeim er bara engan vegin ótakmarkað...það verður allt crazy við c.a. 50GB/mán og það er nú bara í mesta lagi hálfsmánaðar skammtur hjá alvöru netfíklum ![]() Ég segi Btnet eða Hive, þeir stressa sig ekki á miklu gagnamagni og bjóða besta verðið. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |