bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ekki versla LEATHERIQUE!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=10531
Page 1 of 1

Author:  Benzari [ Mon 16. May 2005 15:01 ]
Post subject:  Ekki versla LEATHERIQUE!

Veit ekki hvort þessi vara er seld hér á landi en þar sem margir versla nánast allt frá USA þessa dagana þá pósta ég þessu á nokkra bílaspjallvefi.

Í stuttu máli:
Umsjónarmaður og eigandi (Scott M. Shell) vefsíðu fyrir M.Benz 500E W124 eigendur gerði auglýsingasamning við þetta fyrirtæki, LEATHERIQUE.

Auglýsingaborðinn hefur verið í nokkra mánuði á síðunni án þess að umsamin greiðsla hafi borist.

Ég hef átt smá samskipti í gegnum netið við "S/M/S" og ekkert nema gott um hann að segja eftir þau, þess vegna treysti ég alveg að hann segi satt og rétt frá.
Eins og sjá má í linknum neðst setur hann fram öll "málsgögn" sínu máli til undirstrikunnar.

Í spjalli um þetta mál kom fram að hátt í 2000 "hits" hafa komið á þessa yfirlýsingu svo það er klárt að þessi framleiðandi tapar miklum viðskiptum útaf þessu.

NÁNAR UM MÁLIÐ:
http://www.500ecstasy.com/hallofshame/leatherreeks.html

Author:  oskard [ Mon 16. May 2005 15:48 ]
Post subject: 

ég nennti nú ekki að lesa þetta allt en hann semsagt dílaði við
þetta fyrirtæki um $500 og í staðin ætlaði hann að hafa banner
á síðunni sinni á meðan hún væri í gangi en fékk aldrei peninginn ?

Author:  Benzari [ Mon 16. May 2005 16:05 ]
Post subject: 

oskard wrote:
ég nennti nú ekki að lesa þetta allt en hann semsagt dílaði við
þetta fyrirtæki um $500 og í staðin ætlaði hann að hafa banner
á síðunni sinni á meðan hún væri í gangi en fékk aldrei peninginn ?


Já.
Þessi banner fór strax á síðuna og var þar í nokkra mánuði.

Author:  oskard [ Mon 16. May 2005 16:13 ]
Post subject: 

og á þá allur heimurinn að hætta að versla við þá útaf $500 ? :roll:

Author:  Benzari [ Mon 16. May 2005 17:18 ]
Post subject: 

oskard wrote:
og á þá allur heimurinn að hætta að versla við þá útaf $500 ? :roll:


:shock:

Segjum að þessi ágæta síða fyrir okkur BMW áhugamenn þyrfti peninga til að uppfæra server og færi þá leið að selja auglýsingar, t.d. að T.B. fengi auglýsingaborða í "Tæknilegar umræður".
Svo líða vikur og mánuðir og engin greiðsla frá T.B., heldurðu að margir hérna myndu halda áfram að "plögga" T.B. eins og ekkert hefði gerst ?

Author:  gstuning [ Mon 16. May 2005 17:23 ]
Post subject: 

Benzari wrote:
oskard wrote:
og á þá allur heimurinn að hætta að versla við þá útaf $500 ? :roll:


:shock:

Segjum að þessi ágæta síða fyrir okkur BMW áhugamenn þyrfti peninga til að uppfæra server og færi þá leið að selja auglýsingar, t.d. að T.B. fengi auglýsingaborða í "Tæknilegar umræður".
Svo líða vikur og mánuðir og engin greiðsla frá T.B., heldurðu að margir hérna myndu halda áfram að "plögga" T.B. eins og ekkert hefði gerst ?


Held að TB myndi aldrei voga sér svoleiðis,
Mér persónulega finnst þetta frekar mikið í tekið að fara allstaðar og reyna gera einhverjum útlending lífið leitt, efast um að nokkur maður á íslandi hefði verið að fara versla við hann hvort eð er

Author:  Vargur [ Mon 16. May 2005 17:40 ]
Post subject: 

sama sagan, engin samstaða... :roll:

Author:  oskard [ Mon 16. May 2005 17:47 ]
Post subject: 

Dúfan wrote:
sama sagan, engin samstaða... :roll:



:cry:

Author:  gstuning [ Tue 17. May 2005 01:09 ]
Post subject: 

Á maður að fara pósta hvern mann í heiminum sem er að fara illa með aðra?

Author:  Schnitzerinn [ Tue 17. May 2005 01:22 ]
Post subject: 

Þegar ég stunda viðskipti vil ég borga þegar ég hef fengið vöruna eða veit að það er pottþétt að ég fái hana. Einnig þegar maður selur eitthva, vill maður nú oftast fá peninginn um leið og maður lætur viðkomandi fá vöruna sem maður er að selja.

Þess vegna er það ekki neinum að kenna nema honum sjálfum að treysta á að aðilinn borgi sér. Þetta er náttla voða leiðinlegt en kommon, við lifum í hörðum heimi og það er ekki hægt að treysta öllum.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/