bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Enginn smá hraði á honum? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=10527 |
Page 1 of 2 |
Author: | pallorri [ Mon 16. May 2005 01:16 ] |
Post subject: | Enginn smá hraði á honum? |
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/fr ... id=1138580 Tekinn tekinn, tekinn tekinn tekinn! Enginn smá hraði á honum? ![]() Hvað missir svona fólk prófið lengi og hver er sektin? ![]() kveðja, trapt |
Author: | Kristjan [ Mon 16. May 2005 02:09 ] |
Post subject: | |
70 þúsund kjell og þrír mánuðir held ég... og geðrannsókn hehe |
Author: | Schnitzerinn [ Mon 16. May 2005 02:49 ] |
Post subject: | |
Alltof væg refsing ! ![]() |
Author: | Jökull [ Mon 16. May 2005 03:35 ] |
Post subject: | |
Schnitzerinn wrote: Alltof væg refsing !
![]() Sammála. það ætti að taka miklu harðar á svona ![]() |
Author: | Vargur [ Mon 16. May 2005 11:05 ] |
Post subject: | |
sektin er 100.000.- og svipting í 6 mánuði. Væg refsing, ....hafið þið aldrei keyrt hratt ? Þetta er besti veghluti borgarinnar og að næturlagi. Að mínu mati ekkert alvarlegra en að keyra á 80 á Bústaðaveginum að degi til. (gangandi folk, sambýli, skóli, gatnamót, verslanir, mikið um eldra follk osf.) Maður þarf ekki nema að ætla að skrúfa niður rúðu til að missa einbeitninguna og keyra á barn. Ekki halda að ég sé eitthvað að mæla með hraðakstri en hafa ekki allir keyrt of hratt einhverntímann. Mestu máli skiptir að menn séu einbeittir í umferðinni. |
Author: | Spiderman [ Mon 16. May 2005 14:10 ] |
Post subject: | |
Dúfan wrote: Að mínu mati ekkert alvarlegra en að keyra á 80 á Bústaðaveginum að degi til.
Hey gaurinn/gellann var á 185 km hraða þú líkir því ekki við 80 km hraða í 50 götu ![]() ![]() |
Author: | fart [ Mon 16. May 2005 16:41 ] |
Post subject: | |
Ég er ekki saklaus af því að keyra hratt á þessum 80km/h götum. Sérstaklega þeim þar sem eru 2-3 akreinar í sömu átt. En það er t.d. 30km hraði í hverfinu hjá mér og ég reyni að fara aldrei yfir hann. Allt annað að keyra á öfgahraða á 3breiðu með 400metra visability í engri umferð en að keyra á 50km hraða í götu þar sem krakkar koma út úr hverjum runna. |
Author: | Vargur [ Mon 16. May 2005 17:30 ] |
Post subject: | |
Gaurinn hefur varla ætlað í gegnum alla borgina á 185. Þegar maður þeytir bílnum aðeins upp er maður miklu einbeittari, maður fer ekki að skipta um geisladisk, fara úr jakkanum, fá sér rettu, hringja simtal, laga spegilinn aðeins, leita að sólgleraugunum osf. Þetta eru allt hlutir sem fólk gerir allan daginn í umferðinni og þetta er orsök flestra umferðaslysa. Athyglisleysi og einbeytingarskortur. Auðvitað er stórmál að aka á nær 200 og þarna hefði getað orðið stórslys en að mínu mati er maður sem þeytir bílnum öðru hverju upp ekkert hættulegri en hver annar. Ég er í borgarumferðinni allan daginn og sé hvernig fólk ekur, eins og heiladautt stundum. 80% ökumanna telur sig vera góða ökumenn og framar flestum öðrum í aksturshæfileikum. Það eru þá bara hin 20% sem eru alltaf á ferðini þegar ég er að keyra. ![]() |
Author: | oskard [ Mon 16. May 2005 17:36 ] |
Post subject: | |
Dúfan wrote: 80% ökumanna telur sig vera góða ökumenn og framar flestum öðrum í aksturshæfileikum.
Það eru þá bara hin 20% sem eru alltaf á ferðini þegar ég er að keyra. ![]() hehe very true |
Author: | Lindemann [ Mon 16. May 2005 23:44 ] |
Post subject: | |
Ef það eru einhverjir staðir á landinu sem eru vel til hraðaksturs fallnir, þá eru það þessar 3. akreina götur hérna á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbrautin á tvöfalda kaflanum. Á þessum stöðum er meira pláss en annarsstaðar til að bregðast við ef eitthvað kemur uppá og á nóttunni eru líkurnar á að maður slasi einhver annan en sjálfan sig sára litlar. Þess vegna er ég alveg sammála því sem hefur komið fram hérna að það sé alvarlegra að keyra hratt í íbúðargötum þar sem er t.d. 30kmh hámarkshraði en á þessum stóru götum. Þó er ég alls ekki að réttlæta svona mikinn hraða, en þetta er eitthvað sem ansi margir hérna hérna hafa gert. Það verður bara að meta stað og stund og vera tilbúinn til að taka afleiðingunum ef til þess kemur. |
Author: | saemi [ Tue 17. May 2005 01:34 ] |
Post subject: | |
Lindemann wrote: Ef það eru einhverjir staðir á landinu sem eru vel til hraðaksturs fallnir, þá eru það þessar 3. akreina götur hérna á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbrautin á tvöfalda kaflanum. Á þessum stöðum er meira pláss en annarsstaðar til að bregðast við ef eitthvað kemur uppá og á nóttunni eru líkurnar á að maður slasi einhver annan en sjálfan sig sára litlar.
Þess vegna er ég alveg sammála því sem hefur komið fram hérna að það sé alvarlegra að keyra hratt í íbúðargötum þar sem er t.d. 30kmh hámarkshraði en á þessum stóru götum. Þó er ég alls ekki að réttlæta svona mikinn hraða, en þetta er eitthvað sem ansi margir hérna hérna hafa gert. Það verður bara að meta stað og stund og vera tilbúinn til að taka afleiðingunum ef til þess kemur. Ég get nú ekki verið sammála þessu. Þó svo það séu 3 akreinar er ekkert betra að aka um á þeim hraðar heldur en 2 akreinum (sitt hvora áttina). Ég vel frekar veg þar sem ég sé vel fram fyrir bílinn og engin aðrein eða gatnamót eru í nánd. Það sem ég tel frumskilyrði þess að hægt sé að aka hratt á Íslandi er að það sé enginn annar í nánd, fólk á bara ekki von á að það komi bíll á 200+ fram úr því eða á móti og getur því gert eitthvað sem maður á alls ekki von á, skipt um akrein, kíkir ekki í spegla osfrvs. |
Author: | Lindemann [ Tue 17. May 2005 08:39 ] |
Post subject: | |
Já, það er náttúrulega frumskilyrði að það séu ekki aðrir bílar sjáanlegir, að það séu ekki nein gatnamót á svæðinu og maður sjái vel framfyrir sig. |
Author: | iar [ Tue 17. May 2005 19:35 ] |
Post subject: | |
Ekki verra ef engin íbúðarhús eru nálægt... ![]() Maður spilaði nú fótbolta á verri túnum en þetta þegar maður var polli. |
Author: | íbbi_ [ Tue 17. May 2005 21:23 ] |
Post subject: | |
mér persónulega gremst meira að sjá einhvern óska manninum harðari refsingu heldur en að hann hafi verið á 185 þarna, að næturlagi í lítilli sem engri umferð finnst mér ekkert að þessu, |
Author: | Zyklus [ Tue 17. May 2005 21:59 ] |
Post subject: | |
íbbi_ wrote: mér persónulega gremst meira að sjá einhvern óska manninum harðari refsingu heldur en að hann hafi verið á 185 þarna, að næturlagi í lítilli sem engri umferð finnst mér ekkert að þessu,
Finnst þér ekkert að því að keyra á nærri því 200 km/klst innan borgarmarkanna? |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |