bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Furðulegt E-mail https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=10378 |
Page 1 of 1 |
Author: | Helgi Joð Bé [ Wed 04. May 2005 14:59 ] |
Post subject: | Furðulegt E-mail |
Ég var að skoða e-mailið mitt áðna og sá að ég hafði fengið svolítið skemmtilegt mail frá einhverju gaur Hi, I saw your 740 at cardomain.com and wanted to give you props for keeping it in such great condition. I currently live in Arizona, but I’m moving to Iceland in 2 months and I’m bringing a newer 540i/6 with me. The car has 19” Hamann race wheels and full M5 body kit. I’m curious if I must take extra precautions before I ship my car over there to compensate for the weather? Also, I know the exchange rate is a bit rough on the dollar right now. If I had to get repairs or mods done, is there someone other than the dealership that is dependable and not over priced? Once again, nice ride. Ég veit nú ekki elveg hvernig ég á svara honum ![]() |
Author: | gstuning [ Wed 04. May 2005 15:09 ] |
Post subject: | |
Segðu honum að verkstæðis tími hjá B&L sé á $120 eða svo, og fræddu hann um skemmtilegu tollanna hjá okkur, þá kemur hann sko ekki ![]() |
Author: | Gunni [ Wed 04. May 2005 15:11 ] |
Post subject: | |
Segir honum bara að drífa sig með bílinn hingað ![]() Getur sagt honum að hann geti farið í TB ![]() |
Author: | grettir [ Wed 04. May 2005 15:22 ] |
Post subject: | |
gstuning wrote: Segðu honum að verkstæðis tími hjá B&L sé á $120 eða svo,
og fræddu hann um skemmtilegu tollanna hjá okkur, þá kemur hann sko ekki ![]() Þarf maður nokkuð að borga toll af "búslóð" ef maður er að flytja hingað. Ég veit um nokkra sem hafa verið í námi úti og komið með bílana sína heim. Það eru einhverjar reglur um þetta, hvað maður á að vera búinn að eiga bílinn lengi etc. Nema að þú hafi verið að meina toll á auka- varahlutum ![]() |
Author: | gstuning [ Wed 04. May 2005 15:41 ] |
Post subject: | |
Samkvæmt því sem hefur komið áður fram á kraftinum er að maður borgar af bifreiðum þegar maður kemur með hann heim, annars er ég ekki viss á þessu |
Author: | jens [ Wed 04. May 2005 16:10 ] |
Post subject: | |
Skemmtilegt mail og gaman að fá fleiri inn með ólíka reynslu til að miðla til okkar og það getur vel verið að hann geti sett okkur í samband við gaura úti sem má hafa gagn af. Sambandi við tolla þá talaði ég við þá í gær út af bíl systur minnar sem er búin að vera búsett í Norge í ca 3 ár og hún var að spá í að taka bílinn með sér hingað heim í maí þegar hún flytur heim og var hún að spá hvort hún gæti verið einhvern tíma á Norge númerunum hér heima og þá ekki greitt toll fyrr en bílinn yrði settur á Íslensk númer, þeir svöruðu mér því ef hún er að flytja heim þá getur hún verið á númerinu í 1 mánuð ![]() Þegar hún flutti út tók hún bíl með sér og gat verið á honum í allt að 2 árum á Íslenskum númerum og án þess að borga toll að bílnum, enda þegar hún þurfti að fara að borga toll af bílnum þá borgaði sig að senda hann heim og selja hann hér. |
Author: | bebecar [ Wed 04. May 2005 16:40 ] |
Post subject: | |
Sko.. þú borgar toll af bílnum alveg eins og allir aðrir! EN ef þú hefur átt bílinn lengi þá eru reiknuð afföll fyrir hvert ár af tollinum, hve mikið veit ég ekki... En allavega, ef þú hefur ekki keypt þér splunkunýjan bíl þegar þú fórst Í námið þá skiptir þetta varla svo miklu máli peningalega séð. |
Author: | Djofullinn [ Wed 04. May 2005 17:10 ] |
Post subject: | |
Er hann ekki bara að fara á beisið ? |
Author: | bebecar [ Wed 04. May 2005 17:15 ] |
Post subject: | |
Djofullinn wrote: Er hann ekki bara að fara á beisið ?
Nákvæmlega ![]() |
Author: | jth [ Wed 04. May 2005 17:39 ] |
Post subject: | |
Eins og fram hefur komið, þá er líklegt að hann sé að fara á beisið og hafi því litlar áhyggjur af tollum. (Því til viðbótar - ef þú keyrir 540i6spd á 19" Hamann þá munar þig ekkert um $120 hjá B&L við og við ![]() Hann er að koma frá þurru eyðimerkurloftslagi í Arizona - hvað með ryðvörn? |
Author: | Porsche-Ísland [ Thu 05. May 2005 09:05 ] |
Post subject: | |
Sem útlendingur fær hann akstursleyfi í 3 mánuði sem ferðamaður. Eftir það verður hann að borga tolla. En ef hann er að fara á völlinn þá er þetta 0 krónur sem hann þarf að borga. En varandi ryðvörn þá myndi ég sleppa henni. Bíll á flottum felgum verður hvort er ekki notaður í rigningu og slabbi. Ryðvörn er líka að verð úrelt, bílarnir koma ryðvarðir frá framleiðanda og eru flestir í dag galvaniseraðir. Þannig að það er óþarfi að láta einhverja Íslendinga gluða einhverri olíudrullu á allan undirvagninn. Mjög algengt var að sjá spyrnurnar í Porsche allar út í þessu helvíti. Þær eru úr áli eða einhverju betra efni og ryðga ekki. Þetta leit bara ógeðslega drullugt út. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |