Schnitzerinn wrote:
Chrome wrote:
Svessi wrote:
Þú mátt vera allt að 2 mánuðum of seinn í skoðun án þess að hafa áhyggjur.
En mér skylst að ef löggi er búinn að heimsækja burrann og líma á hann "boðun í skoðun" þá sé það 10.000 kr sekt. Annars er það bara venjulegt skoðunargjald.
löggan er hætt með boðun í skoðun og eru komnir í það að klippa bara strax

Löggan er ekki hætt með boðun í skoðun, hún gefur hámark 7 daga frest og svo er sektað og plöturnar klipptar af ef bíllinn er ótryggður.
...ég lenti í þessu með BMWin þegar ég var nýbúin að kaupa hann...vaknaði upp við þjófavörnina og kom að 2 mjög skelkuðum löggum, einn í felum og hinn hálfur inn í lögreglubílnum

, þeir voru í óða önn við að losa plöturnar af bílnum...ég sagði þeim að ég væri ný búinn að fá bílin í hendurnar og spurði þá hvort ég gæti ekki fengið boðun í skoðun og þá sögðu þeir mér að það væri hægt en þeir gáfu mér samt séns og festu plöturnar aftur á...
svo komst ég ekki í skoðun þegar ég ætlaði vegna vinnu, þanniig að ég fór uppá stöð seinna þann dag til að tjá varðstjóranum að ég hefði ekki komist, og fór að spjalla við hann og hann sagði mér akkurat þetta sama að boðun í skoðun væri liðin tíð...
