bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Tryggingar - Ábending https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=10103 |
Page 1 of 2 |
Author: | Thrullerinn [ Fri 15. Apr 2005 15:37 ] |
Post subject: | Tryggingar - Ábending |
Ákveðin manneskja sem er mér tengd lenti í því um daginn að nýlegum álfelgugangi og tveimur göngum af dekkjum var stolið úr geymslunni hjá henni. En þannig er mál með vexti að tryggingafélagið (í þessu tilfelli sjóva) bætti ekki tjónið að fullu. Þ.e. það bætir aðeins EINN gang af dekkjum en ekki álfelgurnar sjálfur, sem oft liggja töluverðar fjárhæðir í. Þannig ég vil benda þeim á það sem eiga einhverjar hundruði þúsunda króna álfelgur annaðhvort í geymslunni eða bílskúrnum að þær er ekki endilega tryggðar. Kv. Þröstur |
Author: | srr [ Fri 15. Apr 2005 17:44 ] |
Post subject: | |
Fellur þetta EKKI undir heimilistryggingu???? |
Author: | Djofullinn [ Fri 15. Apr 2005 17:58 ] |
Post subject: | |
srr wrote: Fellur þetta EKKI undir heimilistryggingu????
Nei, þar sem þetta getur varla talist hluti af innbúi |
Author: | Schnitzerinn [ Fri 15. Apr 2005 18:08 ] |
Post subject: | |
Djofullinn wrote: srr wrote: Fellur þetta EKKI undir heimilistryggingu???? Nei, þar sem þetta getur varla talist hluti af innbúi Hjá Gunna GSTuning voru felgur eldúsáhöld ekki satt ? ![]() |
Author: | gstuning [ Fri 15. Apr 2005 20:31 ] |
Post subject: | |
og "17 mínar eru núna svefnherbergis djásnið ![]() Það er enginn að fara stela mínum felgum og komast upp með það ![]() |
Author: | srr [ Fri 15. Apr 2005 20:59 ] |
Post subject: | |
Öhh, kemur því nú stundum ekki við hvort þetta sé hluti af INNbúi. Reiðhjól, verðmæti í bílum o.m.fl. er bætt af heimilistryggingu. Af hverju er það annað með hluti í geymslunni en í bílnum ![]() |
Author: | Djofullinn [ Fri 15. Apr 2005 21:02 ] |
Post subject: | |
srr wrote: Öhh, kemur því nú stundum ekki við hvort þetta sé hluti af INNbúi.
Reiðhjól, verðmæti í bílum o.m.fl. er bætt af heimilistryggingu. Af hverju er það annað með hluti í geymslunni en í bílnum ![]() Felgur eru hluti af bílnum. Geisladiskar, föt, veski og annað slíkt fellur undir heimilistryggingu. Bílgræjur eru t.d aldrei bættar ef það er brotist inn í bílinn þinn ![]() Hef þurft að díla við þetta tvisvar |
Author: | srr [ Fri 15. Apr 2005 21:12 ] |
Post subject: | |
Þannig að ef mar kaupir sér álfelgur upp á 180 þúsund kr, þá eru þær ótryggðar? |
Author: | Thrullerinn [ Fri 15. Apr 2005 23:21 ] |
Post subject: | |
srr wrote: Þannig að ef mar kaupir sér álfelgur upp á 180 þúsund kr, þá eru þær ótryggðar?
Skilmára sjóva Þar sem m.a. stendur: Einnig tekur vátryggingin til eins gangs sumar- eða vetrarhjólbarða undir hvern einkabíl fjölskyldunnar, sem geymdir eru í bílskúr eða annarri geymslu. Hjólbarðarnir skulu samsvara gerðarlýsingu bílsins. Skilmálar vís Þar sem m.a. stendur: Þrátt fyrir ákvæði 2. tl. 4. gr. nær vátryggingin til eins umgangs sumar- eða vetrarhjólbarða undir hvern einkabíl sem skráður er á vátryggðu, og geymdir eru í læstum bílskúr eða annarri læstri geymslu tilheyrandi lögheimili vátryggingartaka. Skilmálar tryggingamiðstöðvarinnar: Þar sem m.a. stendur: Vátryggingin bætir ekki: Dýr, vélknúin ökutæki, hjólhýsi, tjaldvagna eða báta né heldur hluti, sem tilheyra nefndum tækjum. Mér sýnist í þessu liggi bara ein niðurstaða, felgur eru ekki tryggðar hjá neinum af þessum félögum ![]() |
Author: | Djofullinn [ Sat 16. Apr 2005 00:37 ] |
Post subject: | |
Væntanlega er samt hægt að kaupa einhverja tryggingu á svona hluti ![]() |
Author: | Twincam [ Sat 16. Apr 2005 01:27 ] |
Post subject: | |
og note a bene.. takið eftir að tryggingin bætir BARA fyrir dekk sem eru skráð í skráningarskírteinið.. ekki t.d. low profile dekk ![]() Sjóvá wrote: Hjólbarðarnir skulu samsvara gerðarlýsingu bílsins.
|
Author: | Kristjan [ Sat 16. Apr 2005 16:42 ] |
Post subject: | |
Þetta eru bara out-dated tryggingar. Tími til að uppfæra þetta í nútíman. |
Author: | Jss [ Sat 16. Apr 2005 16:43 ] |
Post subject: | |
Twincam wrote: og note a bene.. takið eftir að tryggingin bætir BARA fyrir dekk sem eru skráð í skráningarskírteinið.. ekki t.d. low profile dekk
![]() Sjóvá wrote: Hjólbarðarnir skulu samsvara gerðarlýsingu bílsins. Dekkin sem skráð eru í skráningarskírteininu á mínum eru 225/45 17. ![]() Afsakið off-topic-ið. |
Author: | íbbi_ [ Sat 16. Apr 2005 19:05 ] |
Post subject: | |
grái 735 bíllin sem ég átti var samkvæmt skoðunarskírteini á 255/45ZR17 að framan og aftan.. ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Sat 16. Apr 2005 20:09 ] |
Post subject: | |
Eru ekki flestir nýjir bílar oft seldir með 17"-18" felgum sem aukahlut þannig þessi hluti skilmálanna fellur um sjálfan sig, þ.e. engin leið til þess að bæta ekki felgurnar, nánast sama hvaða stærð þær eru. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |