kalli* wrote:
Hafa menn eitthvað verið að prófa burstalausa þvottastöðina hjá N1 í kópavogi ? Þrjár umferðir af tjöruhreinsi + háþrýstisdælur sem sveiflast um og læti. Að vísu var bíllinn minn það óendanlega skítugur þegar ég fór með hann að það útskýrir af hverju það náði ekki allt af (sumt af drullunni var líka fast).
Er þetta ekki samt tilvalið ef bíllinn hefur verið bónaður nýlega og þannig ?
algjört crap þessi stöð, þvær illa og á það til að rekast í bíla, ég fór á 350z og helv stöðin rispaði hann, hafði skeð fyrir flr bíla
alveg rétt hjá fart, ég veit ekki hversu marga maður hefur séð pússa bílana sína með svampi, það að kústa þarf bara ekki að vera neitt slæmt, það er eitt að kústa með góðum kúst, eða kúst til almenningsnota á bensínstöð, tækiru svamp sem lægi þarna allan sólahringinn og væri búið að þrífa bílaplanið með? það er hægt að fá mjög vandaða kústa,
finnst alltaf fyndið að sjá menn fá heilabjúg við að einhver kústi bílana sína, flestu fólki gæti ekki verið meira sama um einhver kústaför, það eru ekki allir með hann beinstífan bónandi bílana inní skúr öll kvöld, fyrir flestum eru þetta bara tæki til að nota, þegar tækið fer svo að verða minna fresh en upprunalega er það selt og annað yngra og minna slitið keypt, óháð því hvort þetta er dýr bíll eða ekki,
þið mynduð ekki trúa útgangnum á flestum dýrum benzum sem maður sá í service t.d meðan ræsir var og hét í góðærinu, jú bílar eins og C180 og álíka voru yfirleitt stífbónaðir og eigandinn hringjandi inn á 5mín að tjekka og hvort það væri nokkuð búið að hurða hann e-h álíka, meðan bílar eins og S500 og ML500 og flr dýrir bílar voru fullir af rusli, reykt inní þeim með lokaða glugga, matarleyfar í teppunum og flr stöðum