Alpina wrote:
Vestmannaeyjar hafa skapað einn mesta gjaldeyri inn í landið per höfðatölu ,, allavega hér áður fyrr
Og gera svosem enn. En það er samt ekki þar með sagt að við eigum að fá eitthvað meira en aðrir landsmenn.
En þessi umræða um að við "veljum að búa á eyju" finnst mér orðin slöpp.
Vissulega er það okkar val að búa hérna, en við erum engu að síður hluti af íslandi og skattgreiðendur í sameiginlega sjóði landsmanna.
Og það er skylda stjórnvalda hverju sinni að halda uppi samgöngum hingað, og á öll önnur "krummaskurð" á landinu.
En vegna landfræðilegrar stöðu Vestmannaeyja þá má vera að samgöngur hingað séu dýrari en almennt gerist, en það er bara hlutur sem að menn verða að sætta sig við.
En svo aftur á móti er ég sammála því að Eyjamenn fara nokkuð reglulega fram úr sér í heimtufrekju, og halda stundum að heimurinn snúist eingöngu í kringum þá.
En svo finnst mér svosem ekkert rangt við það að við förum fram á að samgöngur til eyja séu góðar, það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur.