Gær og í dag var frekar gamann í vinnunni.
Í gær var ég eitthvað að fikta í MR2 sem runnaði mega ríkt. Lagaði það með því að setja original bypass ventilinn í og stilla AFMið. Hann meikaði allaveganna 225hö á bekknum þótt hann væri mega ríkur.
Allaveganna er ég svo beðinn um að dyno mæla nýjan Ford Focus RS Turbo sem er búið að setja á nýjann intercooler.
Anyways það gleymdist að setja AIR temp skynjarann í nýja coolerinn

. Og það var check engine ljós og hann meikaði bara 178hö.
Á meðan ég var að bíða eftir að þeir kæmu þá fór ég til MAD (
http://www.madevelopments.dsl.pipex.com/ ) sem er við hliðina á okkur. Þar er Mark Shead sjálfur að gera við Cosworth Sierru. Þegar mér er litið í húddið á druslunni þá datt af mér andlitið.

Hann er með GT4202 túrbínu sem er FOKKING HUGE

Prep workið er alveg geðveikt gott. Anyways, druslan dregur yfir 200mph á runway runni
http://www.streetfire.net/video/word-fa ... _12795.htmEnda
Gjöðveikt öflug fyrir 2.1 vél, og kemur merkilega snemma inn fyrir 102mm compressor (57mm í HX35, 66mm í M3 turbo sem ég er að gera)

Flækjurnar í drusluna kostuðu 3k pund. Eru úr Inconel og soðnar samann af einhverjum F1 púst gaukum. Alveg split pulse uppað wastegate.
Þessi græja er alveg SNAR geðveik.
Svo mældi ég Focus RS Turbo sem þeir komu aftur með. nuna ekki með neitt check engine ljós.
Mældist 288hö á stock intercooler , sem þeir sögðu mér að væri sá sami í ford mondeo diesel sem er töluvert kraftminni

. Þannig að nýr cooler myndi bókað skila inn einhverjum hestöflum. Sem og hann gerði. 306hö með nýrri cooler. Lofthitinn eftir cooler hafði lækkað um 15gráður cirka.
Þegar eigandinn mun láta remappa bílinn fyrir betri mixtúru og hærra boost þá á þetta víst að fara yfir 400hö
Þessi hvíti cossie kemur svo á dynoið okkar bráðlega í mælingu
Þá ætlar hann að runna 2.5bar boost í staðinn fyrir 1.9bar sem hann er að runna núna. Max powerið er við 2.8bar boost
Og ég ætla þá að fá að sitja í smá rúnt

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
