Nenni ekki að skrifa mína skoðun aftur þannig að ég bendi á umræður sem eru í gangi á "stjarna.is" um þetta þar sem maður missti sig aðeins
http://www.stjarna.is/forum/viewtopic.php?t=4766
Bendi sérstaklega á þýsku könnunina.
Ég er semsagt mjög mikið á móti nöglum! Keyrið miðað við aðstæður!
Quote:
zneb skrifaði:
Burt með þessi helv. nagladekk!!
Þetta er bara falskt öryggi og það þarf að fara að koma þessari þvælu útúr þessum vitleisingjum sem vilja ekkert annað, jú ok gera kanski örlítið meira gagn en góð naglalaus ca. 2svar á ári.
Eftir nokkra mánuði þá eru þónokkrir naglar farnir úr dekkjunum og hver er þá tilgangurinn með þessu.
Las líka í mbl í haust þar sem dekkjaverkstæðisgaur mælti með nöglum sérstaklega þar sem ungir ökumenn keyrðu bílana og því að dekkin yrðu tjörug og misstu þar af leiðandi grip. Þvílíkt rugl! Og eiga naglar þá að bjarga þessu tjöruvandamáli, NEI þeir eru m.a.s. hluti af því. Þvoðu bara dekkin reglulega, það er langbesta og eina leiðin til að halda gripi. Góður hluti fólks sem keyrir á nöglum þvær aldrei dekkin og hugsar bara "ég er á nöglum og er þá safe". = treysta dekkjunum of vel = slys.
Svo maður tali ekki um slitið sem þetta veldur á götunum og drulluna. Hjólförin sem þau mynda gerir hins vegar göturnar mun hættulegri í bleytu sem er með algengustu aðstæðunum á veturna og nagladekk eru einmitt verstu dekkin fyrir blautt malbik = meiri slys.
Ég ætla samt að setja spurningarmerki við það fólk sem býr úti á landi en ég hugsa að 90% nagladekkjanotenda gætu verið án þeirra.
Það er samt til önnur lausn sem ég held að gæti hjálpað landsbyggðarfólki, þessir nýju sokkar sem er sett utan um dekkin eða hvað sem þetta er sem var þróað í noregi? og er víst alveg að standa sig á svelli.
Ég segi bara að það eigi að leggja extra mikið gjald á nagladekk þannig að þeir sem virkilega telja sig virkilega þurfa þau borgi þá fyrir þann skaða sem dekkin valda. Fólk getur þá aðeins farið að skoða þessi mál betur og átta sig.
En já, ég semsagt hata nagladekk og gæti röflað miklu meira um þetta en þetta er gott í bili
Quote:
Austmann skrifaði:
ERU REYKVÍKINGAR VIRKILEGA SVONA ILLA UPPLÝSTIR????
Haldið þið að það séu bara reykvíkingar í rvk?? Þetta er höfuðborg Íslands, það er greinilegt að enginn ykkar sem vill nagladekk burt, hefur þurft að keyra til dæmis M.Benz úti á landi, niður 10% halla, ekkert nema gler niður, sérð ekkert fyrir þoku....á leiðinni í bæjinn......nei...loftbóludekkinn eru örugglega fín ....vissulega...ef það er ekki hálka
Sá og nú segji ég það"bjáni" sem telur að loftbóludekk eða eitthvað annað grípi jafn vel og naglar gerðu eftirfarandi. Farðu upp í hjólbarðahöll, taktu eitt stk loftbóludekk og eitt stk krossnelgt nagladekk. Dragðu svo bæði dekkinn yfir andlitið á þér, eins og það væri í bremsu og andlitið jörðin og gáðu hvort þeirra skilur meira eftir sig. Þessa æfingu á að gera hratt og fast, þangað til skilningi hefur verið náð.
Persónulega er ég ekki á nöglum, heldur Dunlop Wintersport M2, en ég keyri það mikið utanbæjar að ég hefði heldur viljað nagla. But beggers cant be choosers
Þótt svo að við hérna í bænum getum á flestum dögum keyrt okkar eðalvagna naglalaust árið um kring, þá verðum við að hugsa lengur en nefið okkar nær.
Hversu mörg haldiði að slysinn yrðu á reykjnanesbrautinni ef enginn væri á nöglum?
Þeir sem búa í Rvk mættu alveg hugsa sig um 2svar áður en þeir skella nöglunum undir, því er ég hjartanlega sammála en þeir sem þurfa að komast utanbæjar t.d....þeir eiga að vera á nöglum, helst krossnelgdum.
Skattleggja...já...ekki alveg hugsað hvað sagt var þegar þessari setningu verð gubbað út úr sér. Já ok...við fáum X í kassann við að finna einn og einn þegar við finnum hann á nöglum. En hvað kostar að framfyglja þessari skattlagningu...elta hinn og þennan þangað og hingað um bæjinn....og hver borgar mönnum laun fyrir þessa vitleysu.....allt landið...til hvers..svo að besta gatnagerð á íslandi geti fengið ennþá meira af penginum úr ríkiskassanum sem allir íslendingar borga í og skilið minna eftir fyrir þá sem utan borgarveggjana búa.............
Nei takk.
_____________________________________________________________
zneb skrifaði:
Ég var nú eiginlega frekar að tala um að setja extra gjöld á sjálf dekkin þannig að þau yrðu dýrari, þar sem það mun aldrei gerast að naglalaus vetrardekk fái minni álagningu. Og pointið með að leggja gjöld á nagla væri frekar að fá fólk til að hugsa um hvort það virkilega þurfi nagla og minnka þannig notkun hjá þeim sem þurfa þau ekki en ekki til að fá pening. Skiljanlegt samt að taxar þarfnist þeirra frekar og fengju afslátt??
Langar líka að minna á hættuna sem dekkin valda, hjólför, ryk (heilsuspillandi, meiri drulla, verra útsýni útum rúður) og verra grip við allar aðrar aðstæður.
Og þessar extreme aðstæður sem þú ert að tala um eru einmitt dæmi um það að gott væri að skella keðjum að e-u tagi undir. Hugsa að langstærstur hluti ferðarinnar væri annars vel fær án nagla.
Sömuleiðis með þetta að aka miðað við aðstæður. Ég hef alveg ekið e-ð úti á landi á blizzak í glærahálku þó ég búi í rvk á leið í bústað/bretti á veturna og já, maður passaði sig bara vel og þá er allt í góðu. Finnst reyndar gaman að keyra þegar það er snjór/ hálka og fer oft út að leika þegar það gerist og kynnist bílnum þannig.
Þýskalandskönnunin finnst mér líka mjög trúverðug og e-ð sem maður ætti að pæla í -> naglar bannaðir = færri slys.
Naglar virka jú betur við ákveðnar aðstæður en eru kanski þá bara afsökun til að keyra hraðar. Keyrið miðað við aðstæður!!