Jónas wrote:
arnibjorn wrote:
Jón Ragnar wrote:
arnibjorn wrote:
Ég LOFA árangri!
True story!
Hvenær ferðu á þjálfaranámskeið?
Næstu helgi!
Þannig að þegar næsta grunnnámskeið byrjar verð ég fresh fresh eftir þjálfaranámskeiðið
Svo er ég líka að fara fá level 1 réttindi í ólympískum lyftingum ef einhver hefur áhuga á að læra þær betur!
Ein helgi með plaströr, borga 150k og boom - orðinn hæfur til að kenna ólympískar? (ekkert diss - bara spurning)
Ekki alveg svo einfalt.
CrossFit Level 1 námskeiðið kostar 1000$ og er ein helgi. Eftir það fær maður viðurkenningu um að hafa lokið CrossFit Level 1 námskeiði, hvort maður sé orðinn hæfur til að kenna er önnur spurning, menn eru misgóðir þjálfarar eins og þú væntanlega veist. Sjálfur er ég búinn að vera aðstoðarþjálfari í nokkra mánuði til að læra betur hvernig skuli kenna og gera þetta almennilega. Ég stekk ekki beint inn sem þjálfari eftir að hafa lokið einu námskeiði, ekki nokkur maður fengi það allavega hjá CrossFit Sport.
Hinsvegar lærast ólympískar lyftingar ekki á einni helgi. Til að fá Level 1 réttindi og geta kennt ólympískar lyftingar þá er ég búinn að fara á helgarnámskeið hjá 2 mjög færum þjálfurum, þar á meðal var Bob Takano sem er mjög virtur kennari í ólympískum lyftingum. Svo eftir það var skriflegt próf (á eftir að fá útúr því) og svo tekur við mánaðar langt verklegt námskeið með 3 æfingum í viku í 4 vikur þar sem Gísli Kristjánsson, færasti lyftingamaður íslands, kennir. Eftir allt þetta fær maður svo vonandi level 1 réttindi
