arnibjorn wrote:
John Rogers wrote:
fart wrote:
Eru einhverjir hérna í mannvitsbrekkuhóppnum sem er að taka hestaasmalyf til að brenna af sér slorinu?
Nei
þetta var frekar sjokkerandi að sjá að fólk sé aktuallí að taka svona stuff

Hvað eruði að tala um? Aldrei heyrt um þetta áður, er þetta málið?

Skillst að götumálið sé Klemmi, lyf sem er notað fyrir hesta í andnauð en einhverjir miðurgáfaðir hafa fundið út að þetta eykur brennslu hjá mönnum (side-effect).
Var í fréttum í gær og Kastljósi.
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497927/2010/03/10/3Og PLÍS ekki koma með einhver rök að þetta sé allt í lagi ef að þetta sé notað rétt, Ég sé að menn eru að tala um keyrslur hér þannig að það er augljóst að menn nota t.d. Stera.
Quote:
Fyrst birt: 10.03.2010 20:05 GMT
Síðast uppfært: 10.03.2010 20:59 GMT
Taka inn hrossalyf til grenningar
Fólk stofnar lífi sínu í hættu með því að taka lyfið klenbúterol til þess að grenna sig. Lyfið er ætlað hrossum í andnauð. Lyfið er ekki selt hér á landi en einkaþjálfari segist verða var við að notkun þess sé að aukast.
Björn Steinbjörnsson dýralæknir segir að þeir sem taka lyfið geti fengið hjartsláttartruflanir og hjartað jafnvel stöðvast. Sölvi Fannar Viðarsson einkaþjálfari segir að því miður hafi ansi margir spurt hann um efnið. Þetta hafi verið ósköp venjulegt fólk.
Klenbúterol virðist komið í talsverða umferð hér á landi. Fólk ræðir um lyfið sín á milli í netheimum. Þar er lyfið kallað Klemmi. Maður sem hefur tekið efnið í tvígang segir að eftir fyrra skiptið hafi hann misst tíu kíló á tveimur vikum. Hann segir þetta örþrifaráð. Ef þetta virki ekki þá íhugi hann hjáveituaðgerð. Lyfið kaupir maðurinn á svörtum markaði.