Þetta er alveg rétt hjá Sveinka.
Þetta er eitt mesta bang-for-the-buck sem hægt er að fá. Þetta gerir afar margt á góðan hátt.
Ég get líka sagt að ég væri ekki hræddur við bilanir í svona bíl.
Vélin er ekki bilanagjörn, en eins og allt annað þá klikkar hún ef ekki er farið rétt með dótið. Kúplingin fer við önnur hver eigendaskipti (ef ekki oftar) og kassinn slappast eins og allt annað. Drifið á það til að fara hjá leikglöðum mönnum. Bremsur þarf að endurnýja og svo fjöðrun.
Allt kostar þetta sitt. Ferð eiginlega ekki af stað í neitt af þessu nema fyrir 200þús byrjunargjald og svo tikka hundraðkallarnir fljótt þar ofan á. Það er fyrir utan þetta venjulega eins og MAF skynjara , olíu, bilaða skynjara hér og þar, pixlar í mælaborði, miðstöðvarventla ofl. ofl. Þetta er 10 ára gamalt og hlutir munu bila í þessu.
Sammála er ég líka Sveinka og Ingvari að þetta er ekki að gera réttu hlutina fyrir mig. Þetta er of feitur og þægilegur bíll, gerir hlutina of vel. Æðislegir bílar. En þeir eru eiginlega bara of æðislegir. Það vantar meiri karakter, meira rar-í-tet í dæmið. Reyndar eru þessir bílar hratt á leiðinni þangað í dag
