Gulag wrote:
[quote="bebecar

Það er rétt Bebe,, þetta er liturinn sem var á bílnum þegar hann kom til landsins, hann var reyndar ekki með skott spoiler þegar hann kom, og kom tjónaður, sagan er að pabbi einhvers stráks var úti að leita að bíl handa stráknum, og var að prófa þennan, honum tókst að keyra á járnbrautarteina og skemmdi bílinn þannig að hann neyddist til að kaupa hann, svoleiðis kom bíllinn til íslands, hann var lagaður og þessi strákur var víst frekar villtur og tókst að klessa gripinn 2svar, í seinna skiptið talsvert mikið, þá keyptu bónbræður í keflavík bílinn og breyttu honum, þeir settu reyndar ekki þessar felgur undir hann, felgurnar og dekkin sem voru sett undir bílinn voru svo dýr að það fóru menn út að sækja þær, 4 skilst mér, og komu með þær undir hendinni í gegnum tollinn á flugvellinum, þá var bíllinn sprautaður rauður, svo eftir að þeir seldu bílinn var hann sprautaður svartur, og felgurnar teknar undan, hvða varð um þær veit ég ekki, en bíllinn stóð í nokkurn tíma vélarlaus bakvið hús í Keflavík þar til fyrir ca 2 árum, þá hvarf hann og ég er fyrst að sjá hann eftir það núna.. ef ég man rétt, þá er vélin og kassinn ekki orginal í honum núna, mig minnir að Jón S. hafi notað allavega kassann í rallýbílinn sem hann átti, en ég þori ekki að sverja fyrir það.[/quote]
Þetta eru allt forvitnilegar upplýsingar og mikið af þeim í gangi, svo þarf maður að finna út hvað af þessu er staðreynd

.
Jú, það hvarflar að manni að hafa þetta á, en það þyrfti samt að gera eitt og annað fyrir þennan gula og ég efast um að hann láti hann mikið undir 1.5 milljón.
Issss, svona ríkir kallar kaupa aldrei gamla bíla maður!
Það mætti hinsvegar athuga hvað skipti myndu kosta mann ef maður kemst í það, það er auðvitað mikill kostnaður við sprautun og boddíbreytingu en ekkert óyfirstíganlegt samt.
Eitt er á hreinu, ég myndi sleppa metallic lit, bara hreinan lit á þetta og ég hallast meira og meira að því að þessi guli sé málið.
Gulag, þegar bíllinn kom til landsins, var hann með kittinu (og þá gulur og spoilerslaus)?