bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 19:33

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 177 posts ]  Go to page Previous  1 ... 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 ... 12  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Sat 27. Mar 2004 21:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 23:40
Posts: 2731
Til lukku með bílinn. Þessi bíll var rauður fyrir nokkrum árum, ég á einhverstaðar eldgamalt bílablað "Bíllinn" hét það. Þar eru myndir af honum þegar hann var í Keflavík, held að "bónbræður" hafi átt hann þá.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 27. Mar 2004 21:52 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ætli maður verði ekki að sjá hver kostnaðurinn sé við þetta... ég treysti mér nú samt vel til að strippa allt af honum enda sáralítið til að taka af, ætti að ná ódýrari sprautun þannig.

En þeir litir sem ég er hrifnastur af eru hvítur, þessi original guli, þessi blái sem ég póstaði hér (en þá verður maður að gera hann dálítið "race" legan)

Var ekki Íbbi að láta sprauta Corvettuna sína?

Svo var ég að komast að því að það eru fleiri 1977 bílar sem eru 220 hestöfl eftir engine upgrade, þannig að kannski er hann bara 220 hestar eftir allt einsog stendur í skráningarskírteininu.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 27. Mar 2004 22:00 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Sezar wrote:
Til lukku með bílinn. Þessi bíll var rauður fyrir nokkrum árum, ég á einhverstaðar eldgamalt bílablað "Bíllinn" hét það. Þar eru myndir af honum þegar hann var í Keflavík, held að "bónbræður" hafi átt hann þá.


Það væri nú ekki leiðinlegt ef þú gætir skannað það eða tekið myndir af því. Þessir bónbræður eru nú búnir að eiga ýmislegt. Eru einhverjar upplýsingar um bílinn í blaðinu? Týpugerð, vélarafl o.s.frv?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 27. Mar 2004 22:09 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 27. Jul 2003 20:34
Posts: 297
Location: 101
Mig minnir að ég eigi þetta blað hérna einhverstaðar. Læt þig fá það á morgun ef það finnst

_________________
Helgi Páll Einarsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 27. Mar 2004 22:13 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
HelgiPalli wrote:
Mig minnir að ég eigi þetta blað hérna einhverstaðar. Læt þig fá það á morgun ef það finnst


það væri flott, var tíminn kominn á hreint?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 27. Mar 2004 22:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 23:40
Posts: 2731
Mætti ég spyrja hvað þú borgaðir fyrir bílinn?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 27. Mar 2004 22:39 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Sezar wrote:
Mætti ég spyrja hvað þú borgaðir fyrir bílinn?


Ég fékk hann á góðu verði.

En þú mátt segja mér hvort hann er með kittinu í þessu blaði sem þú ert með eða normal... :wink:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 27. Mar 2004 23:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 23:40
Posts: 2731
Hann kom til landsins með þessu kitti á sínum tíma. Maggi, strákurinn sem lét gera hann upp eyddi víst vel yfir milljón í uppgerðina og þá var mótorinn eftir. :roll: Hann gafst líka upp :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 00:31 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Sezar wrote:
Hann kom til landsins með þessu kitti á sínum tíma. Maggi, strákurinn sem lét gera hann upp eyddi víst vel yfir milljón í uppgerðina og þá var mótorinn eftir. :roll: Hann gafst líka upp :?


Shiii, ekki furða að þetta sé dýrt leikfang! Það er allavega búið að taka mótorinn núna.

Ótrúlega ending á þessu kitti, bíllinn kom hingað 1986 og það sér ekki á þessu kitti. Veistu hvort hann var á þessum felgum þá líka?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 00:55 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Ég held é muni alveg örugglega eftir honum á þessum felgum þá. Man eftir þessum bíl, var eins og segir í kef.

Fannst hann miklu flottari rauður eins og hann var þá :?

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 01:16 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Jun 2003 19:49
Posts: 1117
Location: Hafnarfjörður
Hefur þú ekkert pælt í því að halda öllu draslinu á bílnum og selja bara bílinn ef þú færð eitthvað almennilegt tilboð í hann og kaupa þá bara bílinn hans Magga Skelfis eða gula 911 bílinn :lol: Það er fullt að fólki sem er að fíla lookið á bílnum þínum í botn og þar á meðal menn sem eiga peninga eins og PH vinnuveitandinn þinn. Svoleiðis kallar vita ekkert hvað svona kostar og borga bara og brosa.

Varð vitni að svoleiðis áðan. Það tók einn nánungi sem finnst kók rosa gott frammúr mér á Miklubrautinni á áðan á Audi A8. Stuttu síðar sé ég hann beygja inn í götu hjá manni sem finnst voða gaman að fara í bíó, sá maður sýndi kók stráknum nýja Hummerinn sinn, síðan keyrði ég framhjá bíóhúsinu í kvöld og viti menn þar var A8 og þá stóðst ég ekki freistinguna að keyra niður í bæ og skoða kókhúsið og þar stóð Hummerinn. Svona gerast kaupin í eyrinni.

Ef ég ætti þennan bíl sem væri staðan í dag ef ég hefði ekki keypt Spyderinn :? Þá myndi ég keyra hann í einhvern tíma og reyna síðan að hafa eitthvað upp úr þessu. Það ætti að vera hægt ef menn eru að borga það sem sett er á 964 bílana hér á landi. Ef það gengi eftir ættir þú að geta keypt þennan og átt jafnvel einhvern afgang.


Image

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991

Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 01:57 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 27. Jul 2003 20:34
Posts: 297
Location: 101
Hann var samt of mikið '80s Wallstreet þegar hann var rauður með kittinu. Ekki að það fari honum vel á annað borð þetta kitt, en svarti liturinn klæðir það svolítið af honum.

Í sambandi við liti, þá er alveg heill hellingur af litum sem koma vel út á svona 911 að mínu mati. Svartur, dökkgrár metallic, hvítur, mosagrænn metallic, gráblár metallic, svo eitthvað sé nefnt.
Það yrði erfitt að finna lit sem passar honum sérlega illa held ég.

Ég hugsa að ég myndi vilja hafa minn einhvernveginn svona, Oak Green metallic:

Image

Image

Hvítur eða svartur eru öruggir litir samt, og þá þarftu heldur ekki að splæsa í metallic. Er það ekki annars mikið dýrara?

_________________
Helgi Páll Einarsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 09:13 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Mon 18. Aug 2003 21:41
Posts: 148
Location: Suðurnes
[quote="bebecarImage
[/quote]

Það er rétt Bebe,, þetta er liturinn sem var á bílnum þegar hann kom til landsins, hann var reyndar ekki með skott spoiler þegar hann kom, og kom tjónaður, sagan er að pabbi einhvers stráks var úti að leita að bíl handa stráknum, og var að prófa þennan, honum tókst að keyra á járnbrautarteina og skemmdi bílinn þannig að hann neyddist til að kaupa hann, svoleiðis kom bíllinn til íslands, hann var lagaður og þessi strákur var víst frekar villtur og tókst að klessa gripinn 2svar, í seinna skiptið talsvert mikið, þá keyptu bónbræður í keflavík bílinn og breyttu honum, þeir settu reyndar ekki þessar felgur undir hann, felgurnar og dekkin sem voru sett undir bílinn voru svo dýr að það fóru menn út að sækja þær, 4 skilst mér, og komu með þær undir hendinni í gegnum tollinn á flugvellinum, þá var bíllinn sprautaður rauður, svo eftir að þeir seldu bílinn var hann sprautaður svartur, og felgurnar teknar undan, hvða varð um þær veit ég ekki, en bíllinn stóð í nokkurn tíma vélarlaus bakvið hús í Keflavík þar til fyrir ca 2 árum, þá hvarf hann og ég er fyrst að sjá hann eftir það núna.. ef ég man rétt, þá er vélin og kassinn ekki orginal í honum núna, mig minnir að Jón S. hafi notað allavega kassann í rallýbílinn sem hann átti, en ég þori ekki að sverja fyrir það.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 09:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
sítrónugulur rokkar, svo sá ég einn Kermit grænan um daginn á mobile. Hann var massaflottur.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 10:06 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Gulag wrote:
[quote="bebecarImage


Það er rétt Bebe,, þetta er liturinn sem var á bílnum þegar hann kom til landsins, hann var reyndar ekki með skott spoiler þegar hann kom, og kom tjónaður, sagan er að pabbi einhvers stráks var úti að leita að bíl handa stráknum, og var að prófa þennan, honum tókst að keyra á járnbrautarteina og skemmdi bílinn þannig að hann neyddist til að kaupa hann, svoleiðis kom bíllinn til íslands, hann var lagaður og þessi strákur var víst frekar villtur og tókst að klessa gripinn 2svar, í seinna skiptið talsvert mikið, þá keyptu bónbræður í keflavík bílinn og breyttu honum, þeir settu reyndar ekki þessar felgur undir hann, felgurnar og dekkin sem voru sett undir bílinn voru svo dýr að það fóru menn út að sækja þær, 4 skilst mér, og komu með þær undir hendinni í gegnum tollinn á flugvellinum, þá var bíllinn sprautaður rauður, svo eftir að þeir seldu bílinn var hann sprautaður svartur, og felgurnar teknar undan, hvða varð um þær veit ég ekki, en bíllinn stóð í nokkurn tíma vélarlaus bakvið hús í Keflavík þar til fyrir ca 2 árum, þá hvarf hann og ég er fyrst að sjá hann eftir það núna.. ef ég man rétt, þá er vélin og kassinn ekki orginal í honum núna, mig minnir að Jón S. hafi notað allavega kassann í rallýbílinn sem hann átti, en ég þori ekki að sverja fyrir það.[/quote]

Þetta eru allt forvitnilegar upplýsingar og mikið af þeim í gangi, svo þarf maður að finna út hvað af þessu er staðreynd :lol: .

Jú, það hvarflar að manni að hafa þetta á, en það þyrfti samt að gera eitt og annað fyrir þennan gula og ég efast um að hann láti hann mikið undir 1.5 milljón.

Issss, svona ríkir kallar kaupa aldrei gamla bíla maður!

Það mætti hinsvegar athuga hvað skipti myndu kosta mann ef maður kemst í það, það er auðvitað mikill kostnaður við sprautun og boddíbreytingu en ekkert óyfirstíganlegt samt.

Eitt er á hreinu, ég myndi sleppa metallic lit, bara hreinan lit á þetta og ég hallast meira og meira að því að þessi guli sé málið.

Gulag, þegar bíllinn kom til landsins, var hann með kittinu (og þá gulur og spoilerslaus)?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 177 posts ]  Go to page Previous  1 ... 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 ... 12  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 29 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group