Fórum nokkrir í morgun austur til að skoða gosið,,, Sáum voða lítið þar sem við keyrðum bara inn fljótshlíðinna og vorum eiginlega á móts við húsadal held ég...(þekki þetta ekki nógu mikið) markarfljótið var þarna á milli okkar bara. Reyndum að fá að komast þórsmerkurleiðinna en það var ekki séns

Hin leiðinn sem flestir voru að fara var sem er að mér var sagt í rétt hjá skógarfossi eða eitthvað álika(afsakið hvað ég er með nöfnin á þessu í bullinu) var ekki í boði fyrir okkur þar sem við vorum á líklegast alltof þungum bíl þess tæplega 11 tonn

. þetta var samt mjög gaman,, lentum reyndar í hellings veseni sem á eftir að vera eftirminnilegra heldur en það litla sem við sáum af gosinu

Fyrst byrjaði á því að brotna frammrúðan þegar við vorum að skríða inná hvolsvöll.

Svo þegar að við vorum að fara að leggja í heimferð og vorum að keyra til baka frá fljótshlíð þá heyrðum við eitthvað undarlegt bank og læti sem að mönnum leist ekkert alltof vel á,, þá kom í ljós að aftasta dekkið á öftustu hásingu var að detta af

svo það var ekkert í stöðunni nema að rífa það af og skoða málið og kom þá í ljós að legann var í þremur pörtum og datt bara í jörðina þegar að við tókum öxulinn úr

svo brjálaði bílstjórinn ákvað að halda bara hásingunni uppi með spilinu sem var að aftan og keyra útí garð á 5 hjólum... og það var ekkert verið að slá neitt af og keyrði maðurinn bara á 85-90 eða eins og trukkurinn komst bara í það og það skiptið

enda var maður skíthræddur á tímabili og enginn belti í bílnum í þokkabót

svo ein bara hérna í restina af rússanum góða... bara töff bíll og kemst ALLT! þegar að hann hefur sex hjól undir sér

