Bjarkih wrote:
Rétt að vekja þetta upp til að leiðrétta smá misskilning. Þráinn Bertels er ekki á listamannalaunum, hann er á heiðurslaunum listamanna sem voru upphaflega hugsuð sem lífeyrir fyrir listamenn (þeir hafa jú oft ekki getað greitt í lífeyrissjóði í gegnum tíðina). Alþingi ákveður hverjir fá heiðurslaun og sú umræða á í raun ekkert skillt við listamannalaun. En til að nefna dæmi um menn sem eiga heiðurslaunin minna skilið en Þráinn eru t.d. Matthías Johannessen.
Varðandi listamannalaunin þá er þeim ekki úthlutað til að fólk geti bara hangið og slappað af. Þeim er úthlutað á verkefna basis. Menn sækja s.s. um til að sinna ákveðnum verkefnum, svo er valnefn sem tekur afstöðu til umsóknarinnar og nefndarmenn hafa ekki samráð sín á milli þegar þeir taka afstöðu til umsókna, svo kemur í ljós hvort menn hafi tekið samhljóða afstöðu þegar nefndin hittist. Þeir listamenn sem fá úthlutað launum til að vinna eitthvað verk en skila því ekki af sér fá ekki úthlutað launum aftur.
gott dæmi um listamann sem að á að mínu mati ekki að vera á listamannalaunum er Hallgrímur Helgason
hann er einn söluhæsti, afkastamesti og ástkærasti rithöfunru landsins.
en samt sem áður búinn að vera á listamannalaunum síðan allavega 2001 (getur verið að það hafi dottið úr 1 ár þarna hjá honum)
hann er núna nýbyrjaður á öðru ári af 3 ára samning, samning sem að tryggði honum 9,6 milljónir frá okkur íslendingum (267 þús á mánuði)
úr því að menn reyna að verja listamannalaun t.d. einsog þráinn, að ef að þau væru ekki borguð, þá væri þjóðin bara á leið til glötunar vegna einfaldleika og glötunar á listum og menningu.
það þarf ekkert að segja mér að menn hætti að skrifa bækur þó svo að HH fái ekki 3,2 millur á ári frá ríkinu, það þarf ekki einu sinni að reyna að segja mér að hann hætti að skrifa.