Lét mér leiðast fyrir utan Hagkaup um daginn og tók þá eftir að öll bílastæðin sem eru sérmerkt fötluðum voru upptekin. Reyndar er það "lenska" að menn leggi í þessi stæði, hef bara einu sinni séð bíl með viðeigandi merki leggja þarna. Það er alveg nóg af stæðum og hef ég aldrei þurft að leita lengi að stæði, það er alltaf laust í bílakjallaranum
Þar sem ég þurfti nú að bíða nokkra stund þá fór ég að velta því fyrir mér hversu margir fatlaðir væru að versla í Hagkaupum í Garðabæ þessa stundina og tók upp símann og smellti þessum myndum

Þessi frú á Volvo-num, ásamt börnum, hljóp nú alla leið í bílinn þar sem það ringdi nú hressilega þennan daginn.... svo varla telst hún mjög fötluð líkamlega....

:

Næstur var Bimminn:

Veit ekki hvort þetta er einhver hérna á Kraftinum en hann var a.m.k. "böstaður" með þessum myndum

Og nei... hann er ekki að setja hækjur né hjólastól inn í bílinn

Sennilega "tók hann ekki eftir" stæðismerkingunni

(afsaka myndgæðin, er mynd af myndbandinu sem ég tók af þessu "atviki"

)

Stuttu eftir að Volvo-inn var farinn rann þessi í stæðið - og allir hlupu inn úr rigningunni
Tek það fram að þessi á græna Escortinum var ennþá í stæðinu þegar ég fór svo að ég veit ekki hvort þar var fatlaður einstaklingur á ferð.