Svezel wrote:
Það eru engar einfaldar lausnir í svona málum, heimurinn er ekki svart hvítur eins og Tombob segir. Hafði reyndar gaman að því að lesa póstinn hans, athyglisverður vinkill á þetta erfiða vandamál. Með aldrinum lærir maður betur að virða skoðanir annarra og fer að geta sett sig spor annarra. Þetta er eitthvað sem Mási á greinilega eftir að læra og skrifar því svona "harðort".
Forvarnir eru held ég það eina sem mun virka til lengri tíma og skapar ekki ný vandamál. Það eru agætis rök fyrir því að leyfa eða taka harðar á eiturlyfjum en hvort um sig skapar ný vandmál.
Persónulega skiptir það mig engu máli hvort kókaín eða önnur eiturlyf fást hjá eiturlyfjasala eða lyfjaverslun ríkisins, ég er aldrei að fara að neyta þeirra. Hins vegar kippum við væntanlega fótunum að einhverju leiti undan undirheimasamtökum með því að leyfa þetta og færa má rök fyrir því að það muni fækka glæpum. Það hljómar vissulega ágætlega en ef miðað er við hversu margir eru veikir fyrir áfengi og eiga erfitt með að stjórna neyslu sinni á því hvernig fer fyrir því fólki sem fellur þannig fyrir eiturlyfjum?
Spurning hvort það megi ekki fara fram á einhverja alþjóðlega styrki til að rannsaka þetta hérlendis. Ísland er alveg tilvalinn staður til að framkvæma slíka rannsókn og tiltölulega auðveldara að stjórna inn- og útflutningi efna ef þetta verður lögleitt á ríkisreknum útibúum.
ég er bara verulega á móti því að gera þetta löglegt,
þekki nógu marga skemmda eftir þetta rugl og finnst alveg óþarfi að bjóða komandi unglingum uppá það að getað reddað sér þessu í gegnum eldri félaga sína sem labba bara inní búð og kaupa þetta bara rétt einsog maður lætur kaupa fyrir sig áfengi,
finnst þetta vera leið til að gersamlega hjálpa ungu fólki að skemma sig þarsem maður veit bara varla betur þegar maður er ungur
ekki myndi ég vilja að ég hefði verið að nota dóp einsog ég notaði áfengið gjarnan á 14 - 15 ára aldri, dauður í runnum og ælandi margsinnis trekk í trekk, hefði alveg eflaust fengið mér kókaín og fleira ef það væri bara löglegt útí búð
þetta eru mín rök, vona að ég sé að útskýra nógu vel.