Í dag var ég að tjúna eitt stykki 335i E30 með M30B25 Motronic 1.3 og 282 knastás.
Þessi bíll hafði komið fyrir löngu til að fá kubb víst og mældist 210hö með kubb.
Eftir að hann fékk svo ásinn þá kom gaurinn til að fá piggyback sett í og tjúnað.
Þetta er bílinn



Og hérna eru gröfin.
Fyrra max powerið eru hjól hestöfl btw, grafið er svo af mixtúrunni og toginu.
Það sést hvernig ásinn hefur gert hann töluvert lean í botni (bláa). Alveg yfir 14:1 í mixturu og powerið
því lítið sem ekkert að aukast. Svo sést hvernig togið eykst töluvert með auknu bensíni (græna)

Hérna sést svo final powerið ,
243hö , 314nm . Það þýddi nú lítið að fikta í kveikjunni því hann gainaði
ekkert á því enda með kubb fyrir svosem.

Þetta lean spot er akkúrat það sem ég vil sjá þegar er búið að setja knastás í þar sem að það sýnir vel framá að það sé meira loft að flæða enn ekkert auka bensín.
Í dag var svo líka Evo 6 á bekknum, hann skoraði 555hö við 2,3bör boost. Boostið kom svo harkalega í kringum 4500rpm að það var bara alveg fáránlegt og hann spólaði aðeins á bekknum þegar það gerðist.

Gamann í vinnunni.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
