fart wrote:
Þá er ég að ruglast á bílum íbbi, því að eftir því sem ég man rétt þá var fyrsti 4.2NA Diesel bíllin silfruð háþekja af MK2 Patrol, sem var almennt 2.8T.
Almennt var MK1 með 3.3 NA og Turbo. Yfirleitt þegar að svona "bastarðar" komu til landsins voru þeir í eigu barna Ingvars Helga, þá yfirleitt eftirlegubílar víðsvegar um heiminn sem fengust á sanngjörnu verði.
Þessi hefur farið alveg framhjá mér, vissi ekki að það hefði verið til 4.2NA Diesel af MK1. Vann í og við umboðið meira og minna frá 1986 og til 1999 og var ágætlega inni í þessu, en er líklega farinn að slippa aðeins

það er nú bara gaman að sjá hvað menn eru seigir, ég bjóst ekki við fyrir mitt litla líf að einhevr kannaðist við bíl sem foreldrar mínir áttu þegar ég var 1-3 ára, hvað þá að þegar það kæmi ljós að það var miskilningur, þá kæmi strax annar sem raunverulega myndi eftir honum
en það smellpassar, foreldrar mínir kaupa hann um ársgamlan af einari og sigrúnu, en við bjuggum á flateyri á þessum tíma, sem þau gerðu einnig. ástæðan fyrir því að þessi hefur líklegast farið framhjá þér er líklegast hversu langt frá suðurlandinu hann var.
Einar oddur heitinn sem átti hann var þekktur maður, var að baki þjóðarsáttini á sínum tíma, og tengdaföður illuga gunnarssonar alþingismanns.
en það hefði nú reyndar ekki verið ólíklegra þannig að foreldrar mínir eignuðust bíl frá börnum ingvars gamla, en amma var ráðskonan á heimilinu hjá I.H og frú og mamma og börnin hans nánast alin upp saman, ingvar helgasson var þá að mestu leyti heildsala með leikföng og aðra hluti, en hann avr eitthvað byrjaður að flytja inn af austur evrópskum bílum.