Kristjan wrote:
Fólk má líka ekki gleyma því að bílar í dag eru MUN betri til hraðaksturs en þeir voru til dæmis fyrir sextán árum síðan, mér líður mun betur í 2010 módel af BMW á 190 km hraða en 1994 módel óbreyttum .
keyra mjög margir um á 2010 BMW ?
ok, sleppum þessum hópi hérna, sem að er á BMW sem að oftar en ekki er nú gerður fyrir þokkalega hraðan akstur.
þá er þetta blessaða land með einn elsta bílaflota í evrópu.
og málið er að ég keyri eftir aðstæðum, þá bæði aðstæðum á vegum og síðan því hvernig bíllinn er.
en málið er að það gera það bara alls ekki allir, það er önnur ástæða fyrir að mér lýst illa á þetta.
ég get alveg treyst sjálfum mér til að keyra á 110 og töluvert hraðar úti á þjóðvegum á góðum bíl
en ég treysti ekki fávitanum á gömlu corollunni sem að heldur að hann sé guð