Ég held að sumir séu að misskilja svolítið hlutina hérna.
Það er ekki þannig að stjórnendur séu að læsa þráðum og gefa rauð spjöld hægri og vinstri á þessu spjalli. Það er þannig að þegar farið er út í öfgar þá er tekið í taumana. Það er búið að senda póst á aðila hér til viðvörunar, en reyndar hefði mátt sía betur út ljótan orðaforða sem hefur ratað inn t.d. í þessum þræði.
Þeir sem eru með mesta skítkastið hér og bullið átta sig kannski ekki á því að þeir eru bara að grafa sjálfum sér gröf. Mér finnst sjálfsagt að hafa einmitt þræði eins og hafa komið undanfarið inn opna, svo allir sjái þá og geti lesið. Geti þá séð hvernig aðilar eru að haga sér og hvernig þeir eru innrættir. Ef öllu væri læst um leið, þá myndi ekki sjást hverjir eru með vesen, ljótt orðbragð og hótanir osfrvs.
Er það gáfuleg leið að ritstýra öllu og banna og læsa þráðum hægri og vinstri? Er ekki frekar málið að taka harðar á ákveðnum reglum sem þarf að gefa varðandi innlegg í þræði. Leyfa innlegg á meðan þau málefnaleg.
Það er algjör misskilningur ef fólk heldur að það megi segja það sem það lystir hér, eins og sumir virðast halda. Að halda að hér séu ekki reglur. Þeir eru kannski hreyknir af því að hafa sett inn hér á kraftinn eitt versta innlegg frá upphafi og að það standi enn opið. Það er frekar heimskt að halda að það sé rosalega sniðugt að kúka allt í kringum sig og enginn komi til að stoppa mann og þrífi skítinn upp. Jeeeeiii ég get kúkað eins og ég vil! Eftir smá tíma verður ekkert gaman að vera með allan kúkinn allt í kringum sig

Þið getið alveg verið viss um það að stjórnendurnir eru hér. En það er ekki til góðs að stökkva til og banna og loka hægri og vinstri um leið á allt. Það er gæfuríkara að anda með nefinu og taka yfirvegaða ákvörðun. Ef fólk hér inni heldur áfram í bullinu verður lokað á það. Nokkrir hér eru orðnir mjög tæpir á því.....