Danni wrote:
saemi wrote:
Það mætti sleppa 95% af því sem stendur í þessum þræði.
Þetta er spjallborð, ekki ruslahaugur. Hendið ruslinu ykkar annars staðar en hingað inn segi ég!
Já þetta er nú meira spjallborðið. Ef maður tilheyrir ekki GS Tuning en er úr Keflavík þá er maður bara automatíkst stimplaður sem hálfviti.
Ekki það að ég hafi eitthvað á móti þessu spjalli en þetta er búið að hrekja 1 meðlim í burtu sem býr í Keflavík og var alls ekki með neitt pósthór eða "meira og minna slasaður og tjónaður".
Allt bara því að 1 meðlimur sem býr í Keflavík getur ekki hagað sér og þarf að pósta í nánast hvern einasta þráð sem er til hérna.
Hvað ert þú að vísa í mig hér???? Ég var ekkert að tjá mig um þig ef þú heldur að ég hafi verið að því. Ég var að vísa til þeirra sem voru að pósthórast á þessum þræði, bulla og bulla. Það skiptir mig engu hvort fólk kemur frá Keflavík, Norðfirði eða Reykjavík. Það sem skiptir mig máli er hvernig fólk hagar sér. Því miður fyrir ykkur Suðurnesjamenn er það nú bara svo að í augnablikinu kemur mikið af rusli þaðan inn á þetta spjallborð.
Ég veit ekki hvernig þið lesið þessi spjallborð sem þið eruð inn á, en ég opna 90% af þráðunum sem eru hérna inni. Það er það sem þetta snýst um, að lesa þræði. Það er ekkert hægt að segja "þessi þráður var búinn, þetta var allt í lagi". Þráður er ekki búinn fyrr en hann er læstur! Það er gjörsamlega að verða óþolandi hvað það kemur mikið af bulli og vitleysu hérna inn. Bullið í "off-topic"!
Það er ekkert gaman að vera að skoða bull daginn út og daginn inn. Þetta var ekki svona og mig langar ekki að hafa þetta svona. Ef þetta batnar ekki, þá sé ég fyrir mér spjallborð og félagsskap sem verður invite only!
Sem betur fer hefur félagsskapur þessi hingað til verið blessunarlega laus við leiðindi og gott fólk hér í öllum sætum. En mér finnst þetta hafa verið að breytast síðasta árið eða svo!