bebecar wrote:
Og nú, banaslys á Akureyri....
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1188637Ef nú er ekki málið að þrýsta á um aksturssvæði til þjálfunar og kennslu þá veit ég ekki hvenær mönnum ætti að vera ljósara hve slæmt ástandið er!
Jesús minn, ætlar þessu ekkert að linna? Það verður engin breyting ef allir hugsa "Ekkert gerist ekkert fyrir mig". Þótt svo að það sé leiðinlegt að segja það, þa mundi ég halda að hækkun á bílprófsaldri mundi leysa þennan vanda að einhverju leiti. Strangari kröfur og lengri æfingarakstur. Það sýnir sig bara að 17 ára unglingar sem eru nýkomnir með bílpróf hafa ekki þroska né æfingu í því að vera í umferðinni. Hvað er aftur lágmarks verklegir ökutímar sem nemi þarf? 15 tímar? Það er bara alltof lítið! Maður þarf ekki einu sinni að fara í æfingarakstur með foreldrum/forráðamönnum. Ég talaði við vin minn í Noregi áðan og spurði hann út þetta, hvað maður þarf að vera gamall til þess að taka bílprófið, hvað það kostaði og hvað þarf mikla æfingu.
Svarið var að maður þarf að vera 18 ára til þess að fá skírteini og amk. vera búinn að vera í æfingarakstri í tvö ár.
Kostnaðurinn er reyndar svipaður og hérna á Íslandi, ca 10.000 Norskar krónur (100.000ísl) en verklegu tímarnir með kennaranum eru mun fleiri.
Með von um betri framtíð
Kveðja Palli