Zyklus wrote:
bebecar wrote:
Ég flyt nú heim til Íslands í vor geri ég ráð fyrir eftir 5 ára búsetu hér úti. Ég á íbúð heima sem ég var svo "skynsamur" að skulda mjög lítið í og var keypt áður en allt fór af stað upp. Ég tók meira að segja íbúðasjóðslán frekar heldur en bankalán, svo tortryggin er maður (better the devil you know than the devil you don't).
Mér dettur ekki lengur í hug að selja hana og kaupa mér íbúð sem er nógu stór fyrir okkur þegar ég kem heim.
Ég fer beint á leigumarkaðinn! Mig minnir að 20 milljón króna húsbréfalán sé að hækka um 300 þús vegna verðbólgu á mánuði. Þannig að með því að hinkra með að kaupa þangað til verðbólgan gengur niður, er maður að spara sér verðbæturnar í útborguninni þegar maður loksins kaupir (líklegast um 4,5 milljónir á einu ári ef fram fer sem horfir). Seljandinn situr uppi með það og minni útborgun í staðinn - allavega á meðan fasteignaverð stendur í stað eða lækkar að raunvirði.
Það er náttúrulega ekkert vit í því að kaupa íbúð í dag þegar verðtryggðir vextir eru 6-7% og og verðbólgan í tæpum 15% og íbúðaverð stendur í stað.
Bara smá dæmi:
Segjum að þú kaupir íbúð í dag á 20 milljónir og þú takir verðtryggt lán upp á 10 milljónir. Sem sagt nettó eign þín er 10 milljónir.
Gerum svo ráð fyrir að verðbólgan verði á svipuðu róli eins og hún er í dag, í kringum 15%, og að nafnverð íbúðarinnar standi í stað.
Þá er staðan eftir eitt ár þannig að höfuðstóllinn er búinn að hækka um 15% (miðað við að ekkert sé búið að borga af höfuðstólnum) og skuldin því komin upp í 11,5 milljónir. Þá er hreina eignin þín í íbúðinni búin að lækka úr 10 milljónum í 8,5 milljónir. En við eigum ennþá eftir að reikna út raunverðslækkunina. 8,5 milljónir eftir eitt ár núvirt miðað við 15% verðbólgu gerir tæpar 7,4 milljónir.
Þetta þýðir það að hrein eign þín í húsnæðinu er búin að lækka að raunvirði úr 10 milljónum í 7,4 milljónir á einu ári, eða samtals um 26% raunverðslækkun á hreinni eign þinn í íbúðinni. Það svolítið svakalegt.
Algjörlega það sem ég var að pæla - maður hefur hreinlega ekki efni á því að leyfa sér þennan lúxus. Fyrir utan það að lausafé er bara meira virði í dag en það var í fyrra og maður getur þá notað það í ávöxtun á meðan.
En annars fannst mér mjög góður punktur hjá þér þetta með að "hagnaðurinn sé einkavæddur en tapið almannavætt" því þetta er í rauninni það sem að er svo ósanngjarnt í þessu. Aðgerðirnar í USA eru gjörsamlega út í hött. Það vill svo til að ég er í deild í Álaborg sem hefur alveg haug af sósíalistískum hagfræðingum og það hlakkar þvílíkt í þeim núna. Maður skammast sín auðvitað sjálfur yfir því að nú eigi skattgreiðendur að losa einkaframtakið úr snörunni.
En hagnaður einkavæddur - tapið almannavætt, má ekki segja að það sama sé að gerast heima með gengisfalli krónunnar sem er í raun afskrift á þennslunni? Reikningurinn sendur til almennings? Þar fyrir utan minnir mig að ég hafi lesið einhversstaðar að fyrirtæki séu duglegri að færa tapið heim en hagnaðinn (útrásarfyrirtæki?).
Góður vinur minn er að klára Phd í hagfræði og við lendum alltaf í einhverjum svona umræðum, erum reyndar oftast sammála - nema þegar við misskiljum hvorn annan, en það hefur oft staðið upp úr sú skoðun að fyrirtæki eigi bara að búa til pening fyrir hluthafana vs. sú skoðun að fyrirtæki eigi að bera sömu ábyrgð og aðrar "kennitölur" í samfélaginu, þ.e. að fyrirtæki eigi að bera samfélagslega ábyrgð líkt og þú og ég.
Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu í dag því að það er nokkuð ljóst að menn eiga eftir að auka á regluvirkið til þess að réttlæta inngripið nú.
Hefðbundnar innlánsstofnanir njóta bakábyrgðar vegna þess að þeir vinna í ákveðnu regluvirki - fjárfestingasjóðirnir njóta meira frjálsræðis en eru samt að fá björgun eins og þeir væru í innlánsstofnana regluvirkinu.
Eitthvað hlýtur að þurfa að láta undan, frelsið, markaðurinn, hugmyndfræðin?