Alpina wrote:
Kristjan PGT wrote:
Hugsarðu ekkert áður en þú tjáir þig? Eða hugsarðu kannski bara ekkert almennt?
Ég veit ekki hvort að það sé til einhver hérna sem leggur jafna mikla fæð á mig og þú gerir ,, og ekki veit ég til að hafa lagt þig í einelti eða álíka en þér hlýtur að líða virkilega illa..
ef greind þín er á slíku stigi að ekki sé hægt að lesa stundum á milli ,, ummæla sem eiga erindi við þráðinn eða þá bara eitthvað út í loftið.. algerlega óskylt ,, eins og ætti oftast að sjást
jafnvel frá aðila sem er ekki langskólagenginn,,
þá finn ég til með þér og óska þér velfarnaðar og að þú náir bata
Góðar stundir
Ætli ég byrji ekki á því að þakka þér fyrir bataóskirnar. Mér líður mjög vel og hef ekkert á móti þér sjálfum.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að þú ert að rembast eins og rjúpan við staurinn við það að vera fyndinn.
Hins vegar þarft þú að gera þér grein fyrir því að þú ert að skrifa á internetinu fyrir opnum tjöldum. Í þessu tilviki ertu að skrifa um alvarlegt bílslys. Bílslys sem olli miklu tjóni þar sem ungur maður var undir stýri á dýrum og fallegum bíl í hans eigu sem nú er ónýtur. Það að ýja að því á opnum vettfangi að eitthvað misjafnt hafi ollið slysinu, sama hversu fáránlegar þær aðdróttanir eru, finnst mér persónulega bara ekkert fyndið.
Ástæðan fyrir því að ég skuli gera úr þessu mál er að mér, persónulega, leiðast svona bull athugasemdir á jafn vönduðu spjalli og hér um ræðir.
Ekki misskilja mig, mér leiðist ekki grín og glens. En mér leiðist stanslausar kjaftæðis athugasemdir við hvern þráðinn á fætur öðrum. Og þó að ég og margir aðrir hér lesi hvern þráðinn hér á fætur öðrum og séum búnir að átta okkur á þessum "samskiptamáta" þínum þá er ekkert víst að leikmaður utan af götu geri það.
Kannski er þetta bara ég. Allt í lagi þá. En skoðun minni er allavega komið til skila og mun ég ekki hafa orð á þessu aftur.