saemi wrote:
íbbi_ wrote:
en annars hvað það mál varðar, hvort sem það er eitthvað óeðlilegt eða ekki, að það við skulum alveg láta það ógert að fara ræða það hérna á opnum vettvangi, þetta kemur engum okkar neitt við, við vitum langflestir (þ.a.m ég) ekki baun um þetta. og eigum ekkert með að vera tjá okkur um það
Er eitthvað að því að ræða um svona mál á opnum vettvangi? Ég sé ekki neitt að því að fólk láti skoðun sína í ljós á svona hlutum.
Ég get ekki séð hvernig hægt sé að verja það að keyra um með skráningaplötu af öðrum bíl. Það er ólöglegt, punktur. Hvort sem það hefur verið gert 100 sinnum áður eða einu sinni eða aldrei.
En ef fólk vill reyna að verja það og útskýra að þetta sé nú allt í lagi þá má það alveg gera það mín vegna

Án þess að þekkja neitt til þessa tiltekna máls þá verð ég að vera sammála Ívari
Já það er mikið að því að ræða svona mál á opnum vettvangi. Það sést best í þessum þræði þar sem Viktor setur fram sögu af einhverju shady máli þar sem auðveldlega er hægt verða þess áskynja að eitthvað óheiðarlegt hafi átt sér stað við smíði Sævars á touring M5-unni. Sem á svo við engin rök að styðjast.
Eins eru menn með allskonar getgátur/fullyrðingar sem koma af stað einhverjum kjaftasögum og rugli sem geta ollið særindum og jafnvel vandræðum fyrir aðila sem hafa ekkert gert af sér.
Ekki viljum við einhvern "commentakerfi DV" stíl á spjallborðinu.
Ég bið því menn að sitja á sér með getgáturnar og fullyrðingarnar.