saemi wrote:
tinni77 wrote:
Ég hugsa samt að þetta sé meira falið í að kunna ekki að velja sér staði til að gefa í...
fór nokkrum sinnum í 200+ daginn sem ég fékk bílpróf, næstu dagana og vikur, ég er hér ennþá ?
Gaf í á réttum stöðum
Ásamt heppni / sleppa við óheppni. Það er sama hversu vel maður velur staðinn, að fara að keyra á 200+ strax og maður er kominn með bílpróf, það er að bjóða hættunni heim. Sem betur fer sleppa flestir, en þetta er sorglegt dæmi um hversu illa getur farið þegar maður tekur heilabúið úr sambandi í hita leiksins. Það hafa flestir ef ekki allir eðlilegir strákar gert svona hluti (ég er að tala um stráka á öllum aldri og er ekki saklaust sjálfur).
En þegar það er 0 reynsla komin í bankann þá er hættan svo margfalt, margfalt meiri.nákvæmlega
ég hef alveg farið í þennan hraða, ætla ekkert að neita því.
en mér datt það ekki til hugar daginn sem að ég fékk bílprófið eða næstu vikur eða mánuði þar á eftir.
gerði það reyndar ekki fyrr en eftir einhver ár með prófið.
ATH ég er ekki að segja að ég hafi keyrt á 50 km/h alltaf á fyrstu árunum, en að vera að þvælast á 200 þegar að menn eru með enga reynslu í akstri er náttúrulega fáránlegt og gersamlega engin skynsemi á bakvið það.
en því miður þá virðist almenn skynsemi bara ekkert vera svo almenn.
en það versta við þetta slys, einsog önnur banaslys þar sem að ungir óreyndir ökumenn koma við sögu kenna mönnum alveg nákvæmlega ekki neitt, jú kannski hugsanlega nánustu vinum, en eftir nokkrar vikur eða mánuði þá koma aðrir til með að vera búnir að gleyma þessu og einhver snillingurinn fær prófið og ákveður einmitt að prufa eitthvað svipað og Tinni77, nú eða ökumaðurinn á þessum bíl, 2002 þá varð banaslys hérna í eyjum, allir miður sín þegar að æðisleg stelpa dó í alvarlegu slysi og önnur stelpa slasaðist alvarlega og verður aldrei heil eftir það slys.
það liðu ekki nema 2 vikur, þá var fólk farið að spyrna þarna, og það meirað segja á sama stað, stað þar sem að mátti meirað segja sjá útlínur bílsins sem að lennti í slysinu nokkrum vikum áður.
en já, við skulum bara vona að sem flestir sleppi einmitt eins vel og Tinni77