Zed III wrote:
Benz wrote:
fart wrote:
Var það nettó-kostnaður af íþróttum eða brúttó, já og rennibrautarruglið í bakgarði Óla forseta er nú líklega ekki besta dæmið um það hvernig menn eyða peningum í Íþróttir.
Það sem ég held að menn séu pirraðir á er að umræddur "rithöfundur" er núna þingmaður á fullum launum, á að eyða kröftum sínum í það, en er samt sem áður á öðrum launum frá ríkinu fyrir það eitt að göfga okkar fábrotna líf með snilldarverkum eins og Nýtt Líf, sem btw var ágætis farsi en varla list. Svo fer þessi maður í útvarpið og segir (sem er reyndar vanmetið hjá honum) að 5% þjóðarinnar séu fífl. Held að það sé engin pirraður á því að einhver segi að hluti þjóðar sé fífl, en að halda því fram að fólk sem vill ekki borga honum heiðursbónus séu fífl er náttúrulega hroki af verstu sort.
Listir eru af hinum góða, mjög líklega yrðum við illa sett ef engar bækur væru skrifaðar, engin leikrit sett á svið, engar óperur eða engar myndir málaðar. En að líkja því saman við Íþróttastarf sem er stundað af stærstum hluta barna okkar er bara dálítið kjánalegt, fyrir utan það að flestir af þessum aðilum sem eru á styrk frá ríkinu selja verk sín fyrir morðfrjár. Hvernig væri að þeir yrðu bara ríkisstarfsmenn, á launum hjá ríkinu, sem þeir eru reyndar í dag, en hluti af ágóða af sölu þeirra verka sem þeir skapa á styrk frá ríkinu myndi fara í að greiða þessi listamannalaun?
Sammála "Fartinum"

Nokkuð sammála nema ég held að við myndum komast vel af án þess að hafa óperur og ef krakkar væru aðal fókusinn í íþróttarmannvirkjagerð væri þetta í lagi, en það er ekki svo í dag.
En þetta er hluti málsins - ykkur finnst sjálfsagt að peningum sé eytt í íþróttir vegna þess að það hentar ykkar hagsmunum. Alveg eins og listmamönnum finnst sjálfsagt að peningum sé eytt í menningu og listir því það hentar þeirra hagsmunum.
Það vill svo til að það er frekar mikið af antísportistum í kringum mig sem einmitt vildu að þeirra skattpeningar færu í eitthvað annað en íþróttir. Það að börn sumra okkar stundi íþróttir gerir samanburðin ekki kjánalegan, er nú hissa á þér ef þú virkilega meinar það. Börn sumra vilja læra á hljóðfæri og þurfa yfirleitt að borga stórfé fyrir það... sparka í bolta hinsvegar (það er sú íþrótt sem á einna auðveldast með að laða til sín peninga þó margar aðrar spennandi íþróttir séu stundaðar á landinu (þær standa þá einnig höllum fæti gagnvart fótbolta eins og listir og menning standa gagnvart íþróttum))... þá er nóg til af peningum.
Megin atriðið er, eins og HPH held ég hafi komið inn á að jafnræði á að gilda... ef menn vilja spara styrki ríkisins þá er eðlilegast að byrja á dýrasta póstinum.
En hvað Þráin varðar, þá er ég nú mest hissa á að einhver hafi tekið mark á honum... Pirringurinn er alveg skiljanlegur samt. Það er athyglisvert samt að tæknimaðurinn og Heimir skuli lenda í þessari rimmu við Þráinn því um andstæða póla er að ræða. Báðir eru að vernda sína hagsmuni...