My take on GT5
Fólk var búið að byggja sér upp allt of háar væntingar til þessa leiks og það er að eyðileggja hann fyrir sumum. Það er ekkert til sem heitir fullkominn leikur og auðvitað eru gallar í honum. Það eru hellingur af hlutum sem ég hefði viljað sjá öðruvísi í leiknum en kostirnir vega þá uppi fyrir mér.
Þegar fólk er að kvarta undan standard bílum þá á það alveg við rök að styðjast þegar það nefnir hvað þeir eru ekki jafn flottir, ekki hægt að breyta þeim eins mikið og Premium og ekkert cockpit-view. Þetta er vissulega leiðinlegt og svekkjandi en ég hef fundið fyrir því að þegar ég er að keyra Premium bíl þá nota ég oft bara bumper-cam, þannig keyri ég best. Og þegar maður er að nota bumper-cam á standard-bíl þá gleymi ég algjörlega að ég sé að keyra standard bíl því það er ekkert til að minna mig á það. Ef maður kemst yfir standard bíla vandamálið þá er maður með yfir þúsund bíla til afnota og allir með einkennandi aksturseiginleika.(Standard bílar líta btw mun betur út á ferð)
Ég get ekkert kvartað yfir physics í leiknum. Í GT4 var ömurlegt að kasta bíl á hlið ( var ekki hægt án breytinga ) en hérna getur maður kastað 200 hp bíl á hliðina eins og ekkert sé og það er mjög létt að halda bíl í drifti.
Sense of speed er geggjað ( og það án þess að skjárinn verði blurry og svoleiðis kjaftæði). Þegar maður er að nálgast þriðja hundraðið á Nurburgring (sem er btw awsome í þessum leik, finnur fyrir hverju bumpi í veginum) þá á maður stundum erfitt með að sjá greinilega það sem er fyrir framan mann, sérstaklega í cockpit-view.
Polyphony digital eru stanslaust að vinna að update-um fyrir leikinn. Nú þegar komið út patch og annað patch á leiðinni snemma í desember sem á að bæta við mechanical damage, blocky skuggar bættir, online functionality increased og mögulega bætt við að hægt verði að disable-a HUD-ið til að auka realism. ( Tölfræðin sem er á skjánum þegar þú ert að keyra: Hraði, tími á hring, sætastaða og svo framleiðis)
fart wrote:
Basically enginn munur, nema shifterinn á G25 er með sequential option, sem maður notar líklega ekkert.
flott að fá sér adapter fyrir aftermarket wheel og nota svo MOMO stýrið sem ég á

Endilega nota stýri til að fá sem mest úr þessum leik. Það er pínu munur á þessum stýrum. G27 er mun hlóðlátara og meira smooth við notkun. H-shifterinn er raunverulegri heldur en í G25, mun þéttari í sér og það kemur meira viðnám þegar þú setur hann í gír ( Basically : í G25 geturu flickað í gírhnúann með litlaputta og hann hrekkur úr gír. Þú meiðir þig bara ef þú gerir það með G27).
Annars væri mjög gaman ef einhverjir væru til í að hrúgast saman á server einhver tíman í des, væri gaman að prufa að spila á móti íslendingum
