fart wrote:
bebecar wrote:
Það er nú ekki eins og þetta sé mikið leyndarmál reyndar
Fremur ódýrt svar hjá þér miðað við gengi krónunnar í lok hvers ársfjórðungs og varla málefnalegt enda verið að gera lítið úr umræðunni með því að bendla þetta við hinn skelfilega samsæriskenninga kúltur með því að svara á þennan hátt.
Nú er aðeins verið að benda á staðreyndir og velta vöngum yfir því hvað veldur og orðið á götunni kemur með áhugaverðan punkt - basta.
Það er bara voðalega týpískt að kenna bönkunum um þessa veikingu, dettur engum það í hug að bankarnir framleiða ekki peninga, þeir þurfa á viðskiptavinum að halda þannig að tekjur myndist. Svona veiking er lang flestum viðskiptavinum ekki til góðs.
Er einhver möguleiki að ástandið í heiminum sé að valda þessari vikingu, fór það kanski framhjá mönnum að Lehmann fór á hausinn, eða AIG var þjóðnýtt, að HBOS var á bláþræði ásamt Washington mutual. Eru menn búnir að gleyma því að krónunni hefur verið haldið í ákveðinni styrkingargíslingu í 2-3 ár af svoköllumum carry trades? vita menn ekki að við erum enn rammskakkir í því sem við flytjum inn vs flytjum út, eða að verbólgan er 14% og því óumflýjanlegt að krónan veikist, eða að íslendingar sjálfir hafa ekki áhuga á að hafa krónu?
Sumir spádómar eru þannig að þeir uppfylla sig sjálfir. Getur ekki verið að það séu nógu margir sem halda að bankarnir ætli að "hafa krónuna í ákveðnu gildi um lok hvers fjórðungs" og þess vegna treidi menn hana í þá átt? Svoleiðis fyrirbæri eru vel þekkt. T.d. spáðu allir því að EUR/USD færi í 1.60 sem það gerði, og sprakk svo, að olían færi í 150tunnan, sem gerðist og sprakk svo, og gullið í 1000....... svo má lengi telja.
Ef bankarnir vilja hafa krónuna í 180 um mánaðarmót, af hverju er hún þá þar núna tveimur vikum of snemma. Er ekki einmitt skýringin frekar fólgin í tvennu. Því að menn séu að veðja á einhvern rúmor um eitthvað, og svo að heimurinn í kringum okkur standi í ljósum logum?
Það er bara yfirleitt þannig að fólk trúir því sem það vill trúa, oftar er auðveldara að trúa því sem er einfaldara að útskýra.
Og þetta var svar af viti - hitt var það ekki heldur ætlað til þess að gera lítið úr þessum vangaveltum sem eru fullkomlega eðlilegar við þessar kringumstæðum
Það er einn þáttur í þessu sem ég sleppti viljandi úr og hann er sá (og gleymist kannski eiginlega alltaf) að fólk leitar að einhverjum til að skella skuldinni á. Orðið á götunni er í rauninni sú viðleitni að reyna að draga einhvern til ábyrgðar (hvort sem það er réttmætt eða ekki).
Hverjir bera þá ábyrgð á þeirri stöðu sem fjármálaheimurinn er í í dag?
Þú hlýtur samt að gera þér grein fyrir að þessar vangaveltur eru réttmætar...
Fyrirsagnir:
18. mars...
"Óinnleystur hagnaður bankanna 154 milljarðar" (mbl)
1. apríl (ekki aprílgabb dagsins samt....)
"Hagnast á gengisfalli" (mbl)
26. júní
"Hagnast á lækkun krónunnar" (mbl)
25. júní
"80 milljarðar inn í bókhald banka" (mbl)
8. maí
"53 milljarða króna áhrif" (mbl)
Þetta voru bara nokkur sýnishorn sem ættu nú að benda til þess að þetta séu allavega réttmætar vangaveltur.
Maður vonar auðvitað að hagsmunir bankanna og fólksins í landinu fara saman annars erum við öll í vondum málum.