arnibjorn wrote:
Staðan hjá mér í dag:
Búinn að léttast um ca. 15kg og styrkjast heilan helling í leiðinni.
Ég er ekki búinn að fara á neinar sérstakar lyftingaræfingar og einu skiptin sem ég lyfti eru þegar það eru sérstakar lyftingaræfingar í CrossFit(sem ég alveg að fíla!!).
Réttstöðulyfta: 160kgx3 setti ég best í gær, á eitthvað inni. Stefni á 200kg fyrir maí lok.
Hnébeygja: Hef ekki prufað meira en 100kgx5, á inni slatta þar.
Bekkur: 100kgx2(í föstum bekk, hef ekki prufað að maxa mig með lausa stöng)Hvernig gengur hjá ykkur hinum?
Kristján kominn í 130kg í bekknum??

Þetta er bara glæsilegt hjá þér

hjá mér er þetta nú sammt þannig að ég get tekið minna í föstumbekk en með stönginna. veit ekki afhverju, en hef alltaf fundist óþægilegt að nota fasta stöng í öllum æfingum.
Annars var ég bara rétt að drullast til að byrja að mæta aftur núna eftir mánaðar pásu næstum.
Tók bara létt á því, fór í þröngan bekkinn og tók 90kgx10 100kgx7 105kgx5 og 110x3
deddaði 170kg 4 sett með 7 reps með yfir yfir gripi og var alveg helsáttur með það.
og tók svo clean og press 70kg 5x5.
Svo fer maður aftur á fullan kraft í næstu viku
