ég hef nú yfirleitt verið tregur við að fylgja hæpum.
en ég prufaði dáldið 29" í sumar. og fyrir mína parta þá get ég bara sagt að mér líkaði mjög vel við það. en er samt ekkert að fara hlaupa útí búð og versla svoleðis.
ég er búinn að prufa m.a að taka hringinn sem ég tek í heiðmörk tveir saman ég á 26 og hjólafélaginn á 29 og svissa, svona til að sjá muninn,
það er alveg rétt að 29" hjólið er ómeðfærilegra en 26, ég sem er með 26" á mjög léttum gjörðum fann mikið fyrir þyngdarmuninum á dekkjunum sjálfum, 26 hjólið verður mjög auðvelt að djöflast á og henda um stíginn í samaburðinum,
en svo hinsvegar líkaði mér samt mjög vel staðann sem maður er í á 29 tommuni, stellið er komið miklu neðar m.v hjólin og þyngdarpunkturinn lægra niður m,v miðjuna á dekkinu ef það skylst hvað ég er að fara. kannski einfaldast að lýsa því þannig að manni finnst maður sitja meira ofan á 26" hjólinu en ofan í 29" hjólinu.
maður finnur svo töluvert minna fyrir ójöfnum og steinum og slíku,
í dag hafa sumir framleiðendur aðeins verið að færa sig inn á 27" dekk, og vilja sumir meina að það sameini kosti beggja,
persónulega er ég bara alveg sáttur við 26", og stefni ekki á að endurnýja hjólið allavega næstu árin, enda fjárfest á sínum tíma í hjóli sem átti að duga lengi, hvort næsta hinsvegar verði 26 eða 29 á alveg eftir að koma í ljós. þetta er bara bæði gott
