Thrullerinn wrote:
Skemmtilegar allar þessar samsæriskenningar
Það hefur verið í umræðunni sl. 1-2 ár að krónan gæfi eftir á endanum,
þannig auðvitað koma bankarnir sér fyrir í öðrum myntum.
Að skammast yfir því að þeir séu græða er bara kjánaskapur.
Ef það er gert á þeim forsendum að heimili landsins verði fyrir alvarlegum skakkaföllum þá er alveg hægt að skammast yfir því.
En auðvitað er búið að vera ljóst í langan tíma að krónan hefur verið alltof sterk - jafnvel spurning hvort hún sé nógu veik núna.
Hinsvegar þá var ég nú bara að velta því fyrir mér, ef það er satt sem margir halda fram, hvort það væri nú ekki eins og að pissa í skóinn sinn? Bankarnir eru varla vel settir með stór útlánatöp ef þetta heldur áfram svona.
Þeir hljóta því að þurfa að fara mjög varlega í því að "koma sér fyrir í öðrum myntum".
Reyndar er ég líka ósammála því að það sé kjánalegt að skammast yfir því að græða á þennan máta því gjaldmiðill er ekki eitthvað einka verkfæri fyrir banka heldur er gjaldeyrir samfélagslega ákveðið verkfæri til þess að auðvelda verðmætaflutninga - fyrir fjármálastofnanir sem aðra. Þetta vekur upp allskonar spurningar eins og t.d. hvort það sé við hæfi að hafa gjaldmiðil sem hægt er að hafa þetta mikil áhrif á fljótandi, hvort traust gjaldmiðilsins rýrni ekki um of við þessar aðstæður o.s.frv.
Að græða pening er í sjálfu sér grundvöllur fyrirtækjareksturs, en það er ekki alltaf hægt að græða pening og það getur þurft að stilla gróðanum í hóf. T.d. er ekki sjálfgefið að lyf sem fólk þarf nauðsynlega, t.d. eins og eyðnilyf á Afríkumarkaði, séu verðlögð þannig að fólk deyji í hundrað þúsundavís bara vegna verðsins. Það er því vel hægt að setja spurningar við gróða án þess að það sé kjánalegt og gæti ég talið upp ótal dæmi þar sem gróði eins er tap annars.
Að mínu mati ættu viðskipti helst að vera þannig að báðir aðilar hagnist á þeim.