Annars datt manni nú eitt í hug, svona út af því að maður er í pólítískum fræðum. Ef að bankarnir eru í rauninni að valda þessum skaða á efnahag landsins, þá væri hægt að líta á það sem landráð - í það minnsta fær maður ekki séð annað miðað við hefðbundin skilning orðsins.
Mér datt þetta nú bara í hug þar sem að þetta minnti mig á einhverja James Bond söguna og Blofeld.... eða hvort það var Dr. Evil sem ætlaði að setja UK á hausinn
Quote:
In law, treason is the crime that covers some of the more serious acts of disloyalty to one's sovereign or nation. Historically, treason also covered the murder of specific social superiors, such as the murder of a husband by his wife (treason against the king was known as high treason and treason against a lesser superior was petit treason). A person who commits treason is known as a traitor.
Oran's Dictionary of the Law (1983) defines treason as: "...[a]...citizen's actions to help a foreign government overthrow, make war against, or seriously injure the [parent nation]." In many nations, it is also often considered treason to attempt or conspire to overthrow the government, even if no foreign country is aided or involved by such an endeavour.
Og íslenska versjónin....
Quote:
X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
1)L. 82/1998, 21. gr. 2)L. 47/1941, 1. gr.
89. gr. Beri íslenskur ríkisborgari í ófriði vopn gegn íslenska ríkinu eða bandamönnum þess, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem í ófriði, eða þegar ófriður vofir yfir, veitir fjandmönnum íslenska ríkisins liðsinni í orði eða verki eða veikir viðnámsþrótt íslenska ríkisins eða bandamanna þess.
90. gr. Rjúfi maður, meðan á ófriði stendur eða þegar hann vofir yfir, samning eða skuldbindingu, sem varðar ráðstafanir, sem íslenska ríkið hefur gert vegna ófriðar eða ófriðarhættu, þá skal hann sæta …1) fangelsi allt að 3 árum.
Hafi manni orðið slíkt á af stórfelldu gáleysi, skal honum refsað með sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].1)
1)L. 82/1998, 22. gr.
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
1)L. 82/1998, 23. gr.
92. gr. Hver, sem af ásetningi eða gáleysi kunngerir, lýsir eða skýrir óviðkomandi mönnum frá leynilegum hervarnarráðstöfunum, er íslenska ríkið hefur gert, skal sæta …1) fangelsi allt að 10 árum, eða sektum, ef brot er lítilræði eitt.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.
1)L. 82/1998, 24. gr.
93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það …1) fangelsi allt að 5 árum.
1)L. 82/1998, 25. gr.
94. gr. Ef verknaði, sem refsing er lögð við í XXIII., XXIV. eða XXV. kafla laga þessara, er beint að þjóðhöfðingja erlends ríkis eða sendimönnum þess hér á landi, má auka refsingu þá, sem við brotinu liggur, þannig að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.
95. gr. [Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.]1)]2)
[Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinberlega eða hefur annars í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.]3)
1)L. 82/1998, 26. gr. 2)L. 101/1976, 10. gr. 3)L. 47/1941, 2. gr.
96. gr. …1)
1)L. 82/1998, 27. gr.
97. gr. Mál út af brotum, sem í þessum kafla getur, skal því aðeins höfða, að dómsmálaráðherra hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll opinberri meðferð.
Er verið að reyna að koma okkur undir EU
