fart wrote:
Það er í sjálfu sér ákveðin þversögn að setja "skynsamleg" fyrir framan Steranotkun.
Alkohólismi er viðurkenndur sjúkdómur sem herjar á stóran hluta jarðarbúa. Sumir fá sjúkdómseinkenin aldrei þó svo að þeir séu veikir fyrir, þar sem þeir ákveða að drekka ekki.
Reykingar eru mjög vanabindandi vímugjafi, sem sumum reynist nánast vonlaust að losa sig við.
Sterar eru efni sem líkaminn framleiðir, þ.e. kanski ekki sömu hormónin og menn sprauta í sig, en líkaminn framleiðir alla jafna rétt magn af þessum hormónum með hinum ýmsu líffærum. Líkaminn stjórnar þessu mjög nákvæmlega hjá nánast öllum er stundum fæðast menn, eða eldast þannig að líkaminn hættir að framleiða þessi hormón. Þá er mönnum gefnir sterar til að ná jafnvægi í líkamanum. Þetta vísa vöðvakallarnir alltaf í.. "já en læknar gefa stera" .. en það er stór munur á því hvort að það vantar olíu á mótorinn eða að yfirfylla af olíu.
Um leið og steranotkun hefst bregst líkaminn við. Fyrst fá menn aukinn kraft en svo dregur úr áhrifunum þar sem að líkaminn dregur úr framleiðslu sambærilegra hormóna til að reyna að ná jafnvægi. Oft gengur það illa þar sem menn setja í sig mikið magn, sem aftur framkallar bólur á bakið, breytingu beina o.s.frv. hjá karlmönnum, en dýpri rödd og óþægilegan hárvöxt hjá konum. Ef menn stunda langvarandi steranotkun, jafnvel í litlu mæli verður mjög erfitt fyrir líkaman að ná aftur jafnvæginu þegar steranotkun er loksins hætt.
Hjá þeim sem nota stera í miklu magni fer karllíkaminn að framleiða estrogen, sem verður til þess að þegar menn hætta er estrogen framleiðslan enn það mikil að mönnum vex brjóst. Þess vegna er ekkert óalgengt að maður sjái fyrrverandi vöðvabúnt með smáskurði undir geirvörtunum þar sem fituvefurinn hefur verið fjarlægður, nú eða karlmenn með hálfgerðar kvennmannsgeirvörtur (spennandi).
Önnur hliðarverkun steranotkunar, sem maður sér líka hjá fólki sem fitnar hratt og konum sem eru ófrískar, er húðslit. Þess vegna er mjög algengt að sjá vöðvakalla með slitna húð á bakinu (Lötsunum) og svo öxlunum. Slík slit fara aldrei (spennandi). Þetta gerist þar sem að innihaldið stækkar hraðar en húðin.
Ég hef aldrei notað stera og mun aldrei gera það, nema að lænisráði eða sem vopn gegn sjúkdómum sem gætu herjað á mig í framtíðinni, samt hef ég æft mikið um tíðina og er í góðu formi. Margir af mínum samferðarmönnum í ræktinni hafa notað þá og sumir bera þess ekki bætur, aðrir hinsvegar virðast hafa sloppið enda hættu þeir snemma.
Þessar upplýsingar sem ég hef hér að ofan koma ekki frá mér heldur félaga mínum sem er fyrrverandi sterabolti og svo lækni sem ég þekki. Þetta er engin opinber háð eða óháð könnun heldur staðreyndir úr lífi sterabolta og svo læknavísindi.
Ég get skilið að menn sem ætla að verða atvinnumenn í íþróttum/vaxtarækt, detti í þá gildru að nota stera, því að það er erfitt að keppa á ýmsum sviðum þar sem að það virðist allt vera löðrandi í þessu. Auðveldast er að nefna frjálsar íþróttir, kraftlyftingar, baseball og hjólreiðar. Auðvitað réttlætir það ekki málið, en það getur verið óþolandi að vera efnilegur í einhverju, en ná ekki viðurkenndum árangri eins og hinir, og því detta menn oft á sprautuna.
Hinsvegar er mér alveg óskiljanlegt af hverju menn vilja taka áhættu með eigin líkama með efni sem hefur möguleika á að skaða varanlega líkamann. Áfengi í hóflegu magni losnar úr líkamanum en ekki sterar. Sum vítamín eru vatnsleysanleg og því hættulaust að sturta í sig, önnur leiða til eitrunar þar sem þau eru vantsleysanlegt og á alls ekki að taka nema skortur sé á þeim í líkamanum. Sama gildir að sögn læknavísindana um stera.
Það er hægt að komast hjá þessu með því að gera þetta skynsamlega, það veit það væntnalega hver maður að það er ekki gott að fara á 12 mánaða sterakúr. En það er líka ástæða fyrir því að menn gera þetta í "kúrum" en eru bara ekki á þessu allan ársins hring. Málið er það að þessar gym"rottur" sem abuse'a stera, og halda að til að verða stærri og sterkari en maðurinn við hliðiná þér þá þurfiru bara að "juice"a meira. Koma mun verra orði á þessa hlið íþróttanna en afreksíþróttamenn í öllum stéttum.
Þú getur víst gert þetta hóflega og gáfulega. PCT (Post cycle treatment) Þar sem þú notar estrogen blockera og viðeigandi lyf til að koma eistunum aftur í gang eftir keyrslu eru til. Þú þarft ekkert að fá bitchtits útaf sterum.
Ætlum við þá að banna lakkrís líka? Ákveðin hormón í líkamanum geta "transformast" í estrogen við lakkrís át og drengir, gúmmí... Ætlið þið þá að hætta að spóla?
Margir karlmenn glíma við þennan vanda einfaldlega útaf erfðum, það er enginn að segja mér það að svo lengi sem þú fitnir ekki of hratt, notir ekki stera eða verðir ekki óléttur fáiru ekki slit. Ég stækkaði örugglega um 10cm á hæð á 1 sumri, fékk slit við það, fékk slit við vöðvavöxt seinna meir án stera.
Allir íþróttmenn (nánast) sem hafa náð árangri á heimsmælikvarða hafa notað stera. Hvort sem það er við meiðslum eða einhverju öðru. Finnst engum skrítið að kastarar ofl. fari í "frí til spánar" í 2-3 mánuði? Og koma svo í miklu betra formi heim úr fríinu? Það sem fólk ætti hinsvegar að hafa áhyggjur af núna eru genabreytingar. Það nýja sem mun tröllríða íþróttaheiminum.