///M wrote:
Jónas wrote:
Held að það sé hollt fyrir alla aðila að búa erlendis í smá tíma til þess að sjá að ástandið heima er ekkert svo slæmt

Nokkuð til í þessu

Bara hollt að expanda aðeins hugann og komast út úr íslenska mindsettinu. Maður er að fatta hversu óttalega saklaus og naïve Íslendingurinn er. Ekki að það sé endilega slæmt en það er svo marg í gangi og Ísland skiptir bara engu máli í heimssamhenginu.
Við erum flott þjóð en það hefur verið rekin über þjóðernisstefna undanfarna áratugi að mínu mati.
Mér fannst það svo sjálfsagt að ég fengi bankareikning þegar ég flutti út hér, svo að þurfa að standa í einhverju veseninu, setjast bara við hlið ólæsa Sómalans í biðröðinni að ég nennti ekki að standa í því fyrr en eftir um 4 mánuði (gekk bara með fleiri þúsund pund á mér hehe).
En þetta var hollur lærdómur, það er allt staðlað og allir trítaðir eins. Annað en heima þar sem hægt er að 'redda' hlutunum með því að sweet-talka þann sem er á hinum enda línunnar, hvort sem um er að ræða banka eða tryggingafélag.
Talandi um naïvetet þá var ég einu sinni á Söbbvei í Ártúnsbrekku. Á undan mér er gaur, hann kurteyslega spyr afgreiðslustelpuna hvort hún geti slegið inn vísakortsnúmerið, hann hafi nefnilega gleymt kortinu heima. Hún segir bara jájá!
Annað dæmi, þegar ég fór síðast í fríhöfnina, notaði breska kortið mitt, þurfti bara að skrifa undir ekkert PIN. Og aftan á því er ekki einu sinni rithandarsýnishorn! Ég sagði líka við afgreiðslumanninn að ég gæti bara keypt stolin kort í UK og keypt alla fríhöfnina með því einu að skrifa undir.
Ótrúlegt alveg
