Zed III wrote:
Þar fóru þau rök um samþykki Icesave:
http://mbl.is/vidskipti/frettir/2011/03/17/landsvirkjun_faer_lan/Landsvirkjun fær lán
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar. Ómar Óskarsson
Landsvirkjun og Norræni fjárfestingarbankinn skrifuðu í gær undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Bandaríkjadollara eða að jafnvirði um 8,6 milljarða króna.
Um er að ræða fyrsta lánið, sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir íslensku fyrirtæki eftir október 2008 þegar íslenska bankakerfið hrundi.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í tilkynningu að um sé að ræða stóran áfanga í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Lánveiting bankans endurspegli mikið traust á fyrirtækinu en staða Landsvirkjunar hafi sjaldan verið sterkari.
Lokagjalddagi lánsins er 2027 og það ber Libor millibankavexti auk hagstæðs álags. Landsvirkjun segist hafa unnið að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar á undanförnum misserum og vonir standi til að fjármögnuninni ljúki fljótlega.
Mjög flott hjá Landsvirkjun

Grunar samt að ríkið ætti erfiðara um vik
En þetta með Icesafe, borga eða fara í mál.. þá er þetta dálítið eins og að detta inn á strippara með félögunum, á næsta Visa yfirliti sérðu einhverja MEGA úttekt á kortinu, margar milljónir, þrátt fyrir að hafa bara stoppað í 10mínútur.
Þú verður alveg brjálaður, ferð með þetta til VISA, í blöðin og konan fréttir af þessu, endalaust vesen, og smá líkur á að þú fáir þetta fellt niður.
Ef hinsvegar það hefði verið sett á þig ein flaska af ódýru freyðivíni og einn dans, en þú hefðir eingögnu keypt þér einn G&T.. og falsaði skaðinn væri "bara" 50,000 kall, myndi hugsanlega borga sig að greiða bara og gleyma þessu, spara sér mikið vesen.