fart wrote:
Neinei, en prufaðu að lesa það sem þú skrifaðir, hugsaðu svo vel um það, þá áttar þú þig á því hvað þetta er ótrúlega vitlaust.
Vinna við það sem maður hefur áhuga á? hvað ef maður hefur áhuga á flugi? Hvað ef maður hefur áhuga á því að vera læknir? Hvað ef maður hefur áhuga á einhverju sem krefst langskólanáms og er mjög ábyrgðamikið starf. Það er voðalegá rómantísk hugmynd að menn eigi bara að vinna við það sem þeir hafa áhuga á.. EF þú vilt mennta þig kostar það pening, og þá þarftu að fá það endurgoldið, ef þú færð það ekki á Íslandi færðu það annarstaðar.
Fyrir utan það að samfélagið þarf lækna, kennara, sérfræðinga, verkfræðinga, færa iðnaðarmenn o.s.frv. Ef þeir eru ekki til staðar er úti um þjóðina. Hugsanlega einhverjir hugsjónamenn eftir, svona Pétur Blöndal þingsins, en þeir eru ekki margir skal ég segja þér. Menn vilja endurgjald fyrir útlagðan tíma og kostnað við að mennta sig.
Bíddu, ef ég hef einhverstaðar sagt að allir ættu að vera á sömu launum þá hefur kötturinn verið að hoppa á lyklaborðinu aftur. Ég sagði bara að fólk mun alveg halda áfram að mennta sig ÞÓ að einhver mega skattur komi á efri bracketin. Það þarf ekki tífalda stéttaskiptingu til þess að "hvetja" fólk, og hefur aldrei þurft.
Það eru nú ekki svo mörg ár síðan að jafnvel brokers á Wall Street voru að fá svo lúseraleg laun að þeir þurftu oft að taka að sér aukastörf til að ná endum saman. Svo leyfi ég mér nú að fullyrða það að fólk sem fer út í hinar og þessar greinar bara vegna peninganna séu yfirleitt verstu starfskraftarnir.
fart wrote:
Og á síðan bara að gera þær kröfur að "einhver" viðskiptafræðingur takið að sér bankana. Ég veit ekki betur en að almennt séu menn ósáttir við það hvernig bankarnir voru reknir, á þá bara að ráða einhvern fyrir eitthvað klink.
Veistu, eftir reynsluna af þessum brandarabankastjórum sem alveg drukknuðu í græðgi og létu bankana gjalda fyrir það, (þú veist, þessir sem fengu átta stafa tölur á mánuði... geðveikt góðir, right?) þá væri ég hreinlega ekkert svo ósáttur við að launin sem nýju bankastjórunum er úthlutað væru eitthvað lægri en þessar fjórar milljónir sem Mr. Arion er að fá. Sérstaklega þegar bankinn er í "sparnaðar" mode og er að láta fólk neðar í stiganum flakka villt og galið, sbr. fréttina um húsvörðinn hjá Arion sem var látinn fjúka eftir 30+ ára starf.
Það er ekkert sjálfgefið að verri maður hefði verið ráðinn ef launin væru boðin út helmingi lægri.