Þetta mjög reið
kona (eins og hún virðist þurfa að benda augljóslega á), en þetta er í raun nokkuð rétt hjá henni.
Svo má benda á að maðurinn sem bar ábyrgð á ICESAVE verkefninu (n.b. Icesave innistæðureikningunum en ekki Icesave reikningnum sem ríkið ákvað að taka á sig) hefur haldið því fram all along að Íslandi bæri ekki að greiða þennan reikning. Manni líður stundum eins og menn vilji borga hann bara að því að:
1. Stjórnmálamenn sögðust ætla að borga þetta án þess að gera sér grein fyrir því hvað það væri mikið, og nú vilja þeir ekki "svíkja" það loforð þó að þeir viti að við getum ekki borgað. (Sjálfstæðismenn og Samfylkingin)
2. Samninganefndin "Svavar Gests og sósíalistarnir" skrifaði uppá ömurlegan samning eftir tvo cups of tea í boði breta, þar sem þeir voru klárlega outclassaðir af sér klárari mönnum og þar sem þeir nenntu ekki að hafa þetta hangandi yfir sér (Vinstri Grænir og Samfylkingin) og þess vegna geta menn ekki hugsað sér annað en að samþykkja þennan samning því að hann er ekki nærri eins slæmur eins og hinn.
S.s. eina ástæða þess að núverandi ríkisstjórn er svona æst í að samþykkja þennan samning er Vinstri grænir þykjast vera að bjarga því sem sjálfstæðismenn klúðruðu, og í leiðinni eru vinstri grænir að bjarga því sem að Svavar og co klúðruðu, og menn eru skíthræddir við að það gæti verið rétt sem sumir hafa sagt í langan tíma (Sigmundur og framsókn ásamt Sigurjóni Árnasyni) að Íslandi bæri ekki að borga þetta og við ættum að fara með þetta fyrir dómstóla.
Segjum sem svo að þetta endi fyrir dómstóum, og sá dómur segi einfaldlega að Bretar og Hollendingar hefðu tekið einhliða og óstudda ákvörðun um að bæta sínu fólki þessar innistæður og gætu ekki farið eftirá og sótt einhvern tilbúinn rétt í fang Íslendinga. Annað eins hefur nú gerst.
Það er nú auk þess þannig í samningalögunum að maður má ekki misnota sér einfeldni eða aðstæður viðsemjandans, sem Bretar og Hollendingar klárlega gerðu með hótunum um ýmislegt vafasamt.
ÉG er ekki lögmaður, en ég get ekki séð það að loforð fyrrverandi forsætisráðherra/fjármálaráðherra þar sem að verulegir þjóðfélagslegir hagsmunir (sem þyrti lagasetningu alþingis við til að framkvæma) sé hægt að túlka sem eitthvað bindandi loforð eða samning... en ef svo er ættu íslensk samningalög að gilda og þá segir:
Quote:
Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga
1936 nr. 7 1. febrúar
III. kafli. Um ógilda löggerninga.
31. gr. [Hafi nokkur maður notað sér bágindi annars manns, einfeldni hans, fákunnáttu eða léttúð eða það, að hann var honum háður, til þess að afla sér hagsmuna eða áskilja sér þá þannig að bersýnilegur mismunur sé á hagsmunum þessum og endurgjaldi því er fyrir þá kom eða skyldi koma, eða hagsmunir þessir skyldu veittir án endurgjalds, skal gerningur sá, er þannig er til kominn, ógildur gagnvart þeim aðila er á var hallað með honum. Sama gildir þótt annar maður en sá, sem gerningurinn var gerður við, eigi sök á misferli því sem getið er í 1. málsl. þessarar greinar, enda sé þeim, er haginn átti að hafa af gerningnum, það kunnugt eða megi vera það kunnugt.]1)