fart wrote:
JonHrafn wrote:
Þetta er nú ljóta ruglið að ætlast til þess að hluti skattekna minna, út starfsævina, fari í að borga þetta klúður. Svo ekki sé minnst á börnin og barnabörnin.
Flott move hjá Ólafi og í raun það eina sem hann gat gert ef maður horfir til fyrri ákvarðana hans í þessu.
Er það fullmikil einföldun hjá mér að segja, ef Landsbankinn dugir ekki til að borga kröfur, þá bara tough luck fyrir kröfuhafa?
Sko..... Já og nei.
Vandamálilð í þessu eru líka neyðarlögin sem Geir H. og félagar settu. Það ruglaði allri röð kröfuhafa, og tryggði innstæður á Íslandi að fullu. Eins mikil snilld og sumir vilja meina að þau hafi verið þá gætu þau kostað Ísland slatta.
Það er nú einmitt heila málið. Hluti skattgjalda hans Jons Hrafns hefur nu þegar verið þjóðnýttur í að "borga" íslendingum allar
innstæður yfir Evróputryggingunni, án þess að nokkur maður hafi sagt múkk.
Þessi Icesave samningur snýst "bara" um það að greiða út lögbundna tryggingu sem er sama fjárhæð allsstaðar í Evrópu. Þessi
upphæð er meira að segja fest í lög á Íslandi. Þar sem Íslendingar fengu sína tryggingu og gott betur þá er óhjákvæmilegt að
það þurfi að greiða öðrum líka, ekki satt?
Ég er nú ekki lögfræðimenntaður, en ég sé ekki rökin fyrir því að dómstólar ættu að dæma Íslandi í vil. Líklegri niðurstaða yrði
frekar að Ísland þyrfti að greiða út heildarupphæð fyrir erlenda ríkisborgara eins og gert var fyrir þá íslensku. Þetta apparat var
jú sett upp samkvæmt Evrópureglum af því að við vorum hluti af því öllu, það er því tæpt að ætla ekki einusinni að greiða lögbundnu
trygginguna fyrir innstæðurnar.