Ég myndi vilja eiga svona "Ég get gert allt í þessum bílskúr... þó ég kunni það ekki" skúr...
Flísar á gólfinu eða eitthvað álíka auðþrífanlegt gólfefni.
Góða lýsingu.
GÓÐA skápa og öll verkfæri hafa sinn stað.
Loft og vatnsslöngur á hjóli. Jafnvel loftkerfi með nokkrum stútum.
Rafmagnsinnstungur mjög þétt og nóg af þeim allan hringinn í skúrnum.
Gryfja eða lyfta væri kostur.
Suðuvél væri kostur.
Svo myndi ég vilja hafa loftpressuna annaðhvort uppi á lofti eða ofan í gryfju eða utandyra. Vera laus við glamrið í henni.
Þó að það sé gott að vera með 400 lítra pressu eins og ég er með, þá verður maður samt leiður á að hlusta á hana

Svo myndi ég setja legupressuna mína, dekkjavélina, mótorgálgann og vélastandinn á góða og þægilega staði.
Skella stálskrúfstykkinu á verklegt borð sem þolir einhvern djöfulgang. Sömuleiðis smergelið á borðið.
Svo væri gott að vera með netta en öfluga standborvél.
Og GOTT úrval af verkfærum...
Held ég sé ekki að gleyma neinu svo sem.... væri líka til í rörabeygjuvél.. en það er nú kannski dálítið far-out
Sji... ég held ég þyrfti 100fm skúr ef ég ætti að koma þessu öllu fyrir ásamt 2 bílum...
