Ég bauð kærustunni út að borða á Grillmarkaðinn og get ekki gefið staðnum háa heildareinkun. Staðurinn sjálfur er hörkuflottur og þjónustan mjög góð.
Við fengum okkur Sjávarréttarsúpuna í forrétt sem innihélt humar, rækju og krækling; kærastan gat ómögulega klárað sína en ég gerði það þó með herkjum. Það var borið fram þriggja korna brauð með súpunni sem var mjög gott.
Fengum okkur Nautalund í aðalrétt sem fær alveg toppeinkun.
Og fengum okkur svo Íssælu í eftirrétt sem samanstóð af fjórum litlum ísskúlum(skyr-, kaffi-, rifsberja- og engiferís) melónusneið, svartberjum og krækiberjum. Kaffi- og skyrísinn voru mjög góðir en rifsberjaísinn var svo súr að hann var óætur og engiferísinn var alls ekki góður.
Stemmingin var alveg fín þarna inni en það er klárlega ekki neitt "dresscode" þarna inni því að rétt hjá okkur sat einn iðnaðarmaður í skítagallanum með þennan líka flott plömmer
Og svo var maður rukkaður um rúmar nitján þúsund krónur fyrir matinn
Maður hefði frekar átt að fara á Argentínu og borga aðeins meira og í staðinn fara saddur og sáttur út
