Samkvæmt fréttatilkynningu frá AT hér í Noregi verða bílarnir að mestu notaðir í Noregi.
AT breytir aksturseiginleikum, bætir við (bryn)vörn og festingum fyrir vopn.
Bílar verða bæði afhentir brynvarðir og óbrynvarðir, deildirnar innan hersins velja sjálfar hvort þær nýta sér þennan samning og fá bílana afhenta eftir því hvernig þeir verða notaðir.
En mér finnst þetta flott, vona að einhverjir jeppakallar heima nýti sér tækifærið og fari að vinna hjá Arctic Trucks í Drammen, það er alveg klárt að þeir þurfa að bæta við fólki! 4. ára samningur með möguleika á 2+2+2 ára framlengingu.
OT þá eru bílar breyttir frá AT klárlega málið hérna... þeir sem keyra á breyttum jeppa eru KALLARNIR! Það er svolítið mikið stöðutákn eins og Range Roverinn var heima svona í fyrstu
