SteiniDJ wrote:
ppp wrote:
Jú jú þeir mega alveg gera það. Bara alveg eins og ég má kjósa að styðja frekar litla manninn sem þarf að vinna helmingi meira fyrir því að fá athygli.
En þegar öllu er á botninn hvolft, þá er maturinn góður og á sanngjörnu verði. Er það ekki aðal málið?
Annars held ég að þeir væru fáir sem ekki myndu notfæra sér stöðuna sína til þess að ná frama á nýju sviði. Að gera annað væri einfaldlega ekki heilbrigt.
er maturinn þar góður ?
mig grunar nefnilega að hluti af þeim sem að eru svo rosalega ánægðir með þenna stað séu það vegna þess einmitt að það er svo mikið hype í kringum hann.
ég er ekkert viss um að allir þeir sem að hafa verið sáttir með staðinn væru það ef að það væri sveinn ólafsson frá vogum sem að rææi hann (eða semsagt bara "einhver")
ég hef meirað segja séð status á facebook frá manneskju sem að var einsog hún sagði "ógisslega" sátt með fabrikkuna, elskaði þennan stað og ætlaði sko pottþétt aftur.
en síðan kom í ljós pöntunin hennar var vitlaust afgreidd, þannig að hún fékk ekki einu sinni það sem að hún bað um og hjá öðrum á borðinu þá var hamborgaðinn skaðbrenndur.
þetta lið hefði ekki verið sátt við þennan stað nema bara vegna þess að það er svo mikið hype í krinum þetta
en ég svo sem hef aldrei farið þangað og er ekkert frekar á leiðinni til þess.
kem ekkert til með að segja nei ef að það verður stungið uppá þessu í góðra vina hop, en reikna síður með því að stinga upp á því sjálfur.